Tveggja daga þjóðarsorg á RÚV

RÚV vildi fá tækifæri í kosningamánuði, október, að brjálast, vekja reiðibylgju í samfélaginu. Í gær harmaði fyrsta frétt RÚV-Sjónvarps að hafa misst af tækifærinu. Í kvöld er sami steinninn klappaður: af hvurju var skýrsla um aflandseignir Íslendinga ekki birt í október?

Snöktið frá Efstaleiti heyrist í hverjum landsfjórðungi. Fólk fyllist samúð yfir tapaðri  reiðibylgju RÚV og vinstriflokkanna. Eins og ávallt eru efnisatriðin aukaatriði. RÚV nennir ekki að fjalla um efni skýrslunnar, aðeins tímasetningu á útgáfu hennar. Í áróðursstríði eru efnisatriðin aukaatriði, en tímasetningar aðalatriði.

Á morgun er þriðji dagur í þjóðarsorg RÚV.


mbl.is Þykir þetta ekkert óeðlilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo öllu sé haldið til haga þá væri ekki enn búið að birta skýrsluna nema vegna þess að það var knúið fram á grundvelli upplýsingalaga.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2017 kl. 22:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sjaldan er flas ti fagnaðar, drottningin heimtaði kosningu í okt. eftir leikþátt Jóhannesar;),heimtaði dagsetningu á kosningar því útlendir fjölmiðlar voru boðnir til uppskeru-fagnaðar,sem varð bara flenging eins og þau áttu skilið. 

   

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2017 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband