Býður Guðni sig fram í annað sætið?

Kjósendur Guðna Th.samkvæmt könnun

eru með 800 þúsund eða hærri fjöl­skyldu­tekj­ur og sem kjósa Bjarta framtíð.

Gott gengi efnahagskerfisins gæti fjölgað þeim sem fá 800 þús eða meira á mánuði. En líklega fjölgar  ekki að sama skapi í kjósendahópi Bjartar framtíðar.

Annað sætið í kosningum til forseta lýðveldisins er öngvu að síður virðingarstaða.


mbl.is Guðni með tæplega 25% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan á traustið að koma?

Á alþingi er talað um vantraust í þjóðfélaginu. Fjölmiðlar gera vantrausti hátt undir höfði og samfélagsmiðlarnir draga ekki af sér í umræðunni um hve ómögulegt allt er.

Hlutlægt og yfirvegað mat réttlætir ekki að vantraust ráði ferðinni í þjóðfélagsumræðunni. Víst eru kurlin enn á leið til grafar frá hruni - bæði úthluta dómstólar sekt og fangelsisdómum og fjölmiðlar hengja út aflendinga.

En samt. Í haust eru átta ár frá hruni. Efnahagslega vegnar okkur vel frá 2011/2012 að telja. Heimilin fengu skuldaleiðréttingu 2014. Það er full atvinna á Íslandi frá 2010. Ríkissjóður greiðir hratt niður skuldir.

Undirstöðurnar fyrir aukið traust eru allar á sínum stað. Spurningin er hvaðan traustið á að koma.

 


mbl.is Sakar stjórnarandstöðuna um að skapa upplausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blæbrigðin í helsjúkri umræðu

Þá liggur það fyrir: sum aflandsfélög eru góð en önnur slæm, segir Gylfi Magnússon fyrrv. viðskiptaráðherra sem RÚV sló upp með fyrirsögninni ,,helsjúkt samfélag." Villi trymbill segir eitthvað svipað, félög sem hann á eru góð en hin vond.

Eflaust er eitthvað til í þessu. Sum félög í aflandi voru/eru til að stela undan skatti. Önnur eru vegna ,,skattahagræðis", sem er lögleg iðja og enn önnur eru stofnuð til að leyna einhverjum einhverju, sem hvorki þarf að vera ólöglegt né siðlaust.

Það eru sem sagt til lögmæt og eðlileg aflandsfélög og önnur ólögmæt og óeðlileg. Umræðan, sem fjölmiðlar standa fyrir, RÚV fremst í flokki, gerir engan greinarmun á aflandsfélögum. Umræðan er heldur ekki til að upplýsa heldur fordæma. Helsjúk umræða tapar blæbrigðum góðkynja og illkynja aflandsfélaga.


mbl.is Ekki öll aflandsfélög slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband