Blæbrigðin í helsjúkri umræðu

Þá liggur það fyrir: sum aflandsfélög eru góð en önnur slæm, segir Gylfi Magnússon fyrrv. viðskiptaráðherra sem RÚV sló upp með fyrirsögninni ,,helsjúkt samfélag." Villi trymbill segir eitthvað svipað, félög sem hann á eru góð en hin vond.

Eflaust er eitthvað til í þessu. Sum félög í aflandi voru/eru til að stela undan skatti. Önnur eru vegna ,,skattahagræðis", sem er lögleg iðja og enn önnur eru stofnuð til að leyna einhverjum einhverju, sem hvorki þarf að vera ólöglegt né siðlaust.

Það eru sem sagt til lögmæt og eðlileg aflandsfélög og önnur ólögmæt og óeðlileg. Umræðan, sem fjölmiðlar standa fyrir, RÚV fremst í flokki, gerir engan greinarmun á aflandsfélögum. Umræðan er heldur ekki til að upplýsa heldur fordæma. Helsjúk umræða tapar blæbrigðum góðkynja og illkynja aflandsfélaga.


mbl.is Ekki öll aflandsfélög slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Hvar flokkast félögin sem ASÍ Gylfi stofnaði?  Líklega góð hjá góða fólkinu.

Steinarr Kr. , 29.4.2016 kl. 11:20

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Höfundur gerir sjálfan sig að mesta talsmanni föðurlandssvikara. 

Jónas Ómar Snorrason, 29.4.2016 kl. 11:36

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar Jóhönnustjórnin setti lög um skattgreiðslur aflandsreikninga gerði hún þar með þessa starfsemi löglega.

Ragnhildur Kolka, 29.4.2016 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband