Abstrakt fylgi Pírata

Fylgi Pírata í skoðanakönnunum nær ekki til foringja þeirra. Sárafáir vilja Helga Hrafn sem forsætisráðherra og enn færri Birgittu.

Ef píratafylgið nær ekki til foringjanna er nærtækt að halda að fylkið sé vegna hugmyndanna. En það getur ekki verið vegna þess að Píratar eru ekki með neina stefnu í helstu málum.

Maður finnur ekki landslag í abstrakt málverki og heldur ekki pólitíska stefnu hjá Pírötum. Þegar fyrir liggur að kjósendur vilja ekki persónurnar sem Píratar bjóða upp á hlýtur skýringin á fylgi þeirra að vera sú að Píratar eru ekki ,,hinir flokkarnir".

Þegar nær dregur kosningum er hætt við að abstrakt fylgi Pírata verði klessuverk með eins stafs tölu.


mbl.is Flestir vilja Katrínu sem forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir sýna krónuna betri en evru, dollar og jen

Seðlabanki Bandaríkjanna prentaði peninga til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og fór með vexti niður í núll. Evrópski seðlabankinn rekur mínusvaxtastefnu og sá japanski sömuleiðis.

Nóbelshagfræðingurinn Joseph E. Stiglitz útskýrir áhrif mínusvaxtastefnu: þeir ríku verða ríkari enda eiga þeir greiðastan aðgang að peningum. Millistéttin og fátækir sitja eftir.

Íslenska krónan er með jákvæða vexti, sem stundum eru full jákvæðir, en alltaf jákvæðari en mínusvextir. 


mbl.is Fleiri telja krónuna henta vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óreiðuöflin reyna sameiningu

Óreiðuöflin í íslenskri pólitík, frá Pírötum niður til Samfylkingar, ætla að funda undir andheitinu ,,umbótaöflin."

Umbótatillögur Pírata eru valdefling virkra í athugasemdum undir formerkjum ,,teljaralýðræðis." Samfylking gengur rösklegra fram og vill flytja lýðræði til Brussel þar sem embættismenn taka ákvarðanir um stórt og smátt en lýðræðislega kjörnir fulltrúar eru til skrauts.

Opinn fundur óreiðuaflanna auglýsir að nú fjarar undan þeim, bæði Samfylking og Píratar eru á fallanda fæti í skoðanakönnunum. Hvorug fylkingin á trúverðuga talsmenn. Valdaparið úr Pírötum, Birgitta og Helgi Hrafn, segjast búa í ,,ofbeldissambandi" þar sem skiptast á öskur og lítt einlægar beiðnir um fyrirgefningu.

Óreiðuöflin myndu gera stjórnmálamenningu þjóðarinnar greiða með því að ganga i eina sæng.


mbl.is Ræða samvinnu „umbótaaflanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband