Hippakynslóðin snuðar y-kynslóðina

Þeir sem fæddir eru á árabilinu 1980 til 1995, eða þar um um bil, eru kallaðir y-kynslóðin. Þessi kynslóð verður illa úti efnahagslega á meðan hippakynslóðin, þeir sem er á sjötugsaldri, fleytir rjómann.

Rannsókn sem Guardian gerði á efnahag y-kynslóðarinnar í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Bretlandi og nokkrum öðrum Evrópuríkjum sýnir hana standa höllum fæti gagnvart eldri kynslóðum.

Líklega er það huggun harmi gegn að hippakynslóðin er nokkuð dugleg að halda úti rekstri ,,hótel mömmu" fyrir láglaunaliðið í y-kynslóðinni.


Jón Baldvin leggur geðheilsupróf fyrir Samfylkinguna

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra, er sá stjórnmálamaður sem setti ESB-umsókn Íslands á dagskrá stjórnmálanna fyrir síðustu aldamót.

Jón Baldvin var lengi málefnalegast og einarðasti talsmaður aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Í dag er Jón Baldvin þeirrar skoðunar að ESB sé brennandi hús sem Íslendingar ættu að halda sig fjarri.

Samfylkingin heldur enn fast við þá stefnu að Ísland eigi að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Guðfaðir Samfylkingar er búinn að leggja geðheilsupróf fyrir flokkinn. Prófúrlausn hlýtur að liggja fyrir á vordögum.


Skrölt í átt að stórstríði

Heimurinn skröltir í átt að stríði líkt og hann gerði fyrir 100 árum, þegar fyrri heimsstyrjöld hófst, skrifar Michael T. Klare í Nation. Hann tilfærir dæmi um hegðun stórveldanna Bandaríkjanna, Kína og Rússlands sem láti finna fyrir sér með ýmsum hætti á átakasvæðum hingað og þangað um heiminn.

Valdaelíta stórveldanna hrapaði að fyrri heimsstyrjöld meira fyrir slysni en ásetning um að hefja stórstríð, segir í bók sem er viðurkennd sérfræði um málefnið, Svefngenglar eftir Christopher Clark. 

Veröld stórveldanna leitar nýs valdajafnvægis eftir kalda stríðinu sem lauk með falli Sovétríkjanna. Þótt aldarfjórðungur sé liðinn eru fastar skorður ekki komnar á valdajafnvægi stórveldanna.

Bandaríkin reyndu að þvinga fram sínum vilja í miðausturlöndum og Evrópu - það mistókst bæði í Sýrlandi/Írak og í Úkraínu. Helstu bandamenn Bandaríkjanna kvarta undan ófriðaræsingi í forvali forsetakosninganna.

Evrópusambandið, sem átti að tryggja frið og farsæld í Evrópu, er að kikna undan sameiginlegum gjaldmiðli og flóttamannastraumi múslíma. Þá er sambandið mögulega að klofna i sumar vegna úrsagnar Bretlands.

Kannski ber valdaelítum heimsins gæfu til að forða okkur frá stórstríði. Það má alltaf vona.


mbl.is Hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband