Jón Ásgeir hýsir Samfylkinguna

Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri styrkti Samfylkinguna á tímum útrásar og notaði til þess nokkrar kennitölur, t.d. Dagsbrúnar og Baugs, eins og kemur fram í samantekt Vísis.

Eyjan segir að flokksskrifstofur Samfylkingar séu leigðar af aflandsfélögum Jóns Ásgeirs.

Annað húsnæði í eignasafni Jóns Ásgeirs, Iða við Lækjargötu, var kosningamiðstöð Samfylkingar.

Á Samfylkingin í önnur hús að venda en Jóns Ásgeirs?


Birgitta: ætlum að fella Sigmund, skítt með pólitíkina

Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata segir skilmerkilega og án þess að skammast sín að stjórnarandstaðan hyggst fella Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra með vantrausti.

Þetta heitir að fara í manninn en ekki málefnið.

 


mbl.is Snýr fyrst og fremst að Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur seinheppni og siðferði Samfylkingar

Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylkingar auglýsti fund um Icesave-dóminn, áður en hann var kveðinn upp, einungis til að aflýsa fundi þegar í ljós kom að dómurinn var Íslendingum í vil.

Fundinn ætlaði Vilhjálmur að nota til að hallmæla þeim sem ekki vildu að þjóðin axlaði ábyrgð á rekstri einkabanka. Vilhjálmur ætlaði að nota umræðuna um aflandsfélög sín til að rægja krónuna og íslenska hagkerfið. En varð líka að aflýsa þeirri uppákomu - hún einfaldlega seldi ekki.

Vilhjálmi finnst allt í lagi að græða á Íslandi, flytja arðinn til útlanda í skattaskjól og baktala í leiðinni allt það sem íslenskt er. Sem er lýsing á samfylkingarsiðferði. Afsögn er rökrétt afleiðing.


mbl.is Hættir sem gjaldkeri Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband