RÚV ræður ekki við texta Sigmundar Davíðs

RÚV kvartar undan texta Sigmundar Davíðs um pólitíska umræðu síðustu daga, sem RÚV er hvað duglegast fjölmiðla að halda á lofti. Í hádegisfrétt RÚV er í annarri efnisgrein tekið fram að texti forsætisráðherra sé heilar ,,12 útprentaðar blaðsíður."

Forsætisráðherra sendi ekki út prentað efni heldur birti hann textann á heimasíðu sinni. Í stað þess að segja efnislega frá greinargerð forsætisráðherra gerir RÚV sér að leik að prenta út textann og gera veður út af aukaatriði.

Fréttamenn RÚV hafa undanfarið endurbirt blogg og fésbókarfærslur stjórnarandstæðinga ásamt affluttum orðum viðmælenda.

Þegar liggur fyrir ítarleg greinargerð forsætisráðherra leitast RÚV enn við að afflytja umræðuna, núna með því að gera tortryggilega lengd greinargerðarinnar.

En kannski að fréttamenn RÚV ráði ekki við ítarlegri texta en nemur stuttri bloggfærslu?

 


mbl.is Hvað snýr upp og niður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tunga, trú og 100 ára uppreisn

Írska páskauppreisnin á aldarafmæli. Leiðtogi uppreisnarinnar, Patrick Pearse, var skáld, hreintungumaður á íslenska vísu og skólamaður með sérstakt dálæti á strákum.

Trú var önnur uppspretta uppreisnarinnar. Írar urðu kristnir á undan Englendingum og héldu í kaþólskuna þegar konungleg hentistefna, vegna hjónabandsvandræða Hinriks sjötta, leiddi til klofnings við Róm og mótmælendatrúar.

Þriðji þáttur uppreisnarinnar var andstaða við nýlendukúgun Englendinga. Þrátt fyrir að umræða um heimastjórn var á dagskrá breska þingsins frá níunda áratug 19. aldar komst ekki hreyfing á málið fyrr en rétt fyrir fyrra stríð. Þegar stríðið skall á var heimstjórn frestað.

Patrick Pearse og félagar töldu stríðið veikja stöðu Englands og hófu uppreisn páskana 1916.

Eftir stríðið tryggði Wilson forseti Bandaríkjanna framgang kúgaðra þjóða í Evrópu undir formerkjum þjóðríkjareglunnar.Írar gætu hafa fengið sömu kjör og Íslendingar, sem náðu heimastjórn 1904 og fullveldi í stríðslok.

Írska uppreisnin var brotin af bak aftur á innan við viku. Pearse og aðrir leiðtogar uppreisnarinnar voru skotnir eftir hraðsoðin réttarhöld.

Írar fengu fríríki og síðar lýðveldi, mínus Norður-Írland, en ekki án frekari blóðsúthellinga þar sem borgarastyrjöld tók stærsta tollinn.

Enn hefur ekki gróið um heilt milli Íra og Englendinga, samanber greinar í breskum blöðum á aldarafmælinu um að Írar eigi inni afsökunarbeiðni frá Englendingum.

Aldarafmælið er einnig tilefni til endurskoðunar á trúarþætti uppreisnarinnar. Efasemdir um hreintunguna eru aftur fáar. Kannski vegna þess að Írar tala ensku.


Bloggfærslur 27. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband