Bjarni Fel í svart hvítu

Á dögum svart-hvíta sjónvarpsins voru sýndir vikugamlir leikir úr ensku knattspyrnunni. Bjarni Fel flutti að jafnaði inngang að leiknum, sem var sýndur klipptur, kannski 15 til 20 mín. af hvorum hálfleik.

Minnisstætt er að þegar Bjarni kynnti leik Coventry á móti að mig minnir Tottenham. Leikurinn var tíðindalítill fyrir utan vinstri vængmann Coventry, líklega Tommy Hutchinson, sem sýndi eftirtektarverð tilþrif.

Bjarna Fel tókst að glæða áhuga á leiknum með því að vekja athygli á vængmanninum - fyrir leik - þannig að úr varð skemmtun síðdegis á laugardegi.

Frétt RÚV/Guardian um áhrif Bjarna Fel á íslenska knattspyrnumenningu fær ábyggilega marga til að rifja upp atvik þar sem rödd Bjarna í svart-hvítu sjónvarpi var aðalmálið.


Brynjar: ekki vanhæfi. RÚV: jú víst, Svandís segir það

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins varð að skrifa bloggfærslu í gær til að bera af sér afflutning RÚV í hádegisfréttum þar sem Brynjar var aðalheimildin.

Í bloggfærslunni gefur Brynjar lítið fyrir umræðu RÚV um vanhæfi forsætisráðherra.

Mér finnst hins vegar afar langsóttar kenningar um vanhæfi ráðherrans. Þá er ekki hægt að halda því fram að ráðherrann hafi misfarið með vald í framgöngu sinni gagnvart slitabúunum, hvað þá að aðrir hagsmunir hafi ráðið en almannahagsmunir, sem er auðvitað aðalatriðið.

Brynjar birti pistil sinn síðdegis í gær. RÚV minntist ekki einu orði á afdráttarlausa afstöðu Brynjars, sem þó hafði verið aðalheimild hádegisfrétta RÚV. Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna var á hinn bóginn kölluð til vitnis um að forsætisráðherra grafi undan efnahagslegu fullveldi Íslands.

Þessi kostulega frétt var sú fyrsta í fréttum RÚV í gærkvöld. Enginn annar fjölmiðill á Íslandi, og ekki einu sinni stórkarlalegustu bloggarar landsins, hafa kveikt á stóra sannleik RÚV og Svandísar: efnahagslegt fullveldi Íslands er í hættu vegna þess að eiginkona forsætisráðherra á bankareikning í útlöndum.


ESB er stór útgáfa af Belgíu

Hryðjuverkamenn gátu ferðast til og frá Brussel þegar þeir skipulögðu ódæðin í París á síðasta ári. Ráðherrar innanríkis- og dómsmála buðu fram afsögn sína þegar uppvíst varð um margar brotalamir í vörnum gegn hryðjuverkum.

Mistök og vangeta belgískra yfirvalda er Charles Moore í Telegraph tilefni til að meta frammistöðu Evrópusambandsins í málaflokknum varnir gegn hryðjuverkum. Hans niðurstaða er að Evrópusambandið sé stór útgáfa af Belgíu; getulaus að tryggja öryggi borgaranna.

Rétt fyrir hryðjuverkin í Belgíu skrifaði Tim King í Politio um hryðjuverkavarnir Belga undir fyrirsögninni Belgía er ónýtt ríki.


mbl.is Skotinn í lærið á sporvagnastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband