Trump og litli hvíti maðurinn

Litli maðurinn í Bandaríkjunum er hvítur láglaunamaður með stutta skólagöngu. Fram eftir síðustu öld var þorri Bandaríkjamanna á sömu slóðum - utan hvað að lágu launin fóru stighækkandi fram undir 1980.

Hvíti láglaunamaðurinn í Bandaríkjunum var hryggstykkið í iðnaðarvélinni sem gerði Bandaríkin að stórveldi á síðustu öld. Hvíti láglaunamaðurinn fær enga samúð enda ekki minnihlutahópur.

Trump spilar á hvatalíf hvíta láglaunamannsins og lofar Ameríku gærdagsins. Liðnir dagar koma ekki aftur þótt Trump verði forseti. Valdefling litla hvíta mannsins mun láta bíða eftir sér.


mbl.is „Valdalitlir“ vilja Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa gæti hrunið, heimurinn ekki

Evrópa gæt hrunið undan múslímskum flóttamönnum eða ónýtum gjaldmiðli. Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti hrundið atburðarás af stað sem leiddi til upplausnar ESB - sem er svokallað hrun álfunnar.

Evrópa hrund síðast rétt fyrir miðbik síðustu aldar, í seinni heimsstyrjöldinni, og aftur 30 árum áður, þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir. Evrópska hrunið á síðustu öld ógnaði heimsfriðnum.

Hrun Evrópu 2016 til 2018 mun ekki ógna alþjóðasamfélaginu, þótt eflaust gæti efnahagskerfið hökt víða um lönd.

Evrópa er ekki lengur miðja heimsins líkt og hún var frá nýöld og fram á þá 20stu. 


mbl.is Beita farandfólki gegn Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus gegn bændum

Á fésbók gengur samanburður á verðlagi í Bónus árið 2007 og 2012. Munurinn á innfluttum vörum og hérlendri framleiðslu er sláandi.

Bónus hækkar epli um 284%, kex um 222%, rúsínur um 185%, vínber um 233% og hveiti um 204%. Á sama tíma breytist gengi krónu gagnvart evru um 88% og um 105% gagnvart dollar.

Dæmi um hækkun á innlendri framleiðslu á sama tíma: íslenskir tómatar hækkuðu um 57%, egg um 84%, mjólk um 60%, rjómi um 72% og súrmjólk um 61%.

Þetta kallast ,,hækkun í hafi" og eru ekki góðir viðskiptahættir. Svo vægt sé til orða tekið. 


Reiða fólkið gegn góða fólkinu

Donald Trump er maður reiða fólksins sem er tortryggið gagnvart ríkisvaldinu og finnst þjóðfélagið skammta sér skít úr hnefa. Hillary Clinton fær stuðning góða fólksins sem trúir á bandalag ríkis og auðvalds til að gera heiminn betri.

Líklega verða bandarísku forsetakosningarnar í haust skýrara val á milli tveggja pólitískra menningarheima en oft áður.

Trump mun njóta þess að hugmyndafræðingar teboðsins, sem hann er ekki hluti af, eru með slíka óbeit á Clinton að þeir fylkja sér um Trump þótt þeir hefðu kosið Ted Cruz.

Clinton á möguleika gegn Trump svo lengi sem tekst að fela valdatæknifræðina á bakvið framboðið og sýna almenningi sparihliðina en ekki týnda tölvupósta úr ráðherratíð Hillary. Það hjálpar líka að syndir eiginmannsins eru fyrndar.


mbl.is Clinton sjö - Trump sjö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband