Jón Baldvin og Páll M: Alþýðuflokkurinn nýi

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins vill endurreisa flokkinn 100 árum eftir stofnun og 15 árum eftir að Samfylkingin yfirtók krataflokkinn. Páll Magnússon fjölmiðlamaður skrifar grein í miðopinu Morgunblaðsins um sama málefni.

Vonbrigði krata með vegferð Samfylkingar eru mikil. Samfylkingin mælist með 7,8 prósent fylgi og situr uppi með formenn sem helst sér vandræði í að fylgi Pírata sé ekki nógu mikið.

Á hinn bóginn er ekki víst að afturhvarf til fortíðar sé lausnin á vanda vinstrimanna. En þegar núið er svart og lítil von um betri tíð er eðlilegt að menn leiti að sögulegum fordæmum.


Framboð gegn Trump og evrópskum fasisma

Héraðsprestur á Austurlandi og fyrrum grínisti, Davíð Þór Jónsson, íhugar forsetaframboð á eftirfarandi forsendum

Við get­um bara horft til meg­in­lands Evr­ópu, á upp­gang fas­ism­ans þar. Við get­um horft vest­ur um haf og séð skrímsli eins og Don­ald Trump og vin­sæld­irn­ar sem hann nýt­ur þar.

Málflutningur Davíðs Þórs er að góða og gáfaða fólkið (þ.e. hann og félagar hans) eigi enga samleið með venjulegu fólki. Grínpresturinn notar orðalag vætt í helgislepju sjálfsupphafningar

...mannúðar- og menn­ing­ar­lega sinnað fólk ann­ars veg­ar og þjóðern­is­sinnaðir og „anti-in­tell­ektú­ar“ hins veg­ar mun aldrei geta sam­ein­ast um neitt sem skipt­ir máli

Góða og gáfaða fólkið á bakvið Davíð Þór hlýtur að vera stolt af sínum manni.


mbl.is Davíð Þór íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband