Móðursýki og stjórnarskrá

Ekki þarf að setja í stjórnarskrá lýðveldisins ákvæði um framsal ríkisvalds vegna alþjóðasamninga. Ekki stendur til að framselja ríkisvaldið og því er ákvæði um það óþarft.

Þá er vafasamt að hrófla við núverandi ákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, ekki síst ef slíkt ákvæði gæti leitt til einkaeignaréttar á almannagæðum, samanber athugasemdir Skúla Magnússonar.

Yfirstandandi umræða um breytingar á stjórnarskrá hófst með hruninu 2008 án þess að nokkurt orsakasamhengi sé þar á milli. Móðursýki er ekki heppileg hvöt fyrir stjórnarskrárbreytingar.


mbl.is Falleinkunn stjórnarskrárnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar, stjórnmál og samfélag

Píratar voru stofnaðir sem nördaflokkur með áherslu á fjarskipti og tölvur. Án þess að vinna til þess urðu Píratar stærsti flokkur landsins i skoðanakönnunum.

Óverðskulduð velgengni krafði Pírata um að vera annað og meira en samtök um þægilega innivinnu fyrir Birgittu Jónsdóttur og félaga.

Nördaflokkur verður ekki að stjórnmálahreyfingu nema að tala fyrir pólitík sem höfðar til almennings. Píratar bjuggu ekki að neinni hefð fyrir pólitíska stefnumótun og voru alls ekki undirbúnir undir það fylgi sem sópaðist að þeim.

Ef Píratar eru mátaðir við fyrirferðamikil deilumál í samfélaginu, s.s. ESB-umræðuna, verðtryggingu, byggðastefnu, fiskveiðistjórnun, heilbrigðismál og fleiri slík er lítið um píratískar áherslur sem skapa flokknum sérstöðu.

Tilefni deilna Birgittu Jónsdóttur og Ernu Ýrar Öldudóttur er hvort Birgitta sé leiðtogi Pírata eða ekki. Ráða má af deilunum að píratasamfélag sé orðið til, sem leggur upp úr réttum skilningi á formi og hugmyndafræði flokksins. Deilur af þessu tagi eru fylgifiskur tilrauna til pólitískrar nýsköpunar.

Píratar eiga eftir að gera upp við sig hvort þeir séu nördasamfélag eða stjórnmálaafl sem ætlar sér að breyta Íslandi. Nokkur munur er á þessu tvennu.


mbl.is Píratar deila hart á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband