ESB-sinni á Bessastaði?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir studdi ESB-umsókn Samfylkingar. Hún lét hjá líða að greiða atkvæði gegn þingsályktun 16. júlí 2009, sem heimilaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu Sjálfstæðisflokksins. 

Ekki er tímabært að kjósa ESB-sinna til forseta lýðveldisins.


mbl.is Þorgerður Katrín íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotgrafir eru skýrar víglínur - vælustjórnmál í tveim útgáfum

Í stjórnmálaumræðu er oft kvartað undan því að ,,sami rassinn sé undir þeim öllum" - að lítill munur sé á afstöðu stjórnmálamanna og flokka. Sérstakt heiti er komið á þetta meinta fyrirbæri: fjórflokkurinn.

Þetta er ein útgáfa af vælustjórnmálum. Þeir sem hallast að þeim eru of latir að greina á milli stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka og nenna ekki að setja sig inn í málefnin. Svo eru þeir sem stilla sjálfum sér sem valkosti við alla hina. Björt framtíð reyndi herfræðina við síðustu kosningar og Píratar ætla að bjóða fram undir þessum formerkjum vorið 2017.

Önnur gerð vælustjórnmála er að kvarta þegar stjórnmálamenn taka skýra afstöðu. Þá vilja sumir óðara að sverðin séu slíðruð, að menn hætti skotgrafahernaði, eins og Kjarninn biður um.

Væluútgáfurnar tvær eiga það sameiginlegt að slæva skýra hugsun, grugga vatnið og kynda undir moðsuðu þjóðmálanna.

Skotgrafir eru skýrar víglínur. Í skotgröfum er tekin afstaða, byggð á mati hvað sé rétt og hvað rangt. Okkur veitir ekki af djúpum og traustum skotgröfum þegar nær dregur kosningum. Skotgrafir eru forsenda lýðræðislegra kosninga þar sem almenningur tekur afstöðu til málefna og manna sem bera þau fram. Án skotgrafa er ,,sami rassinn undir þeim öllum."

 


Umræðan, fyrir dómi og í kommentakerfum

Á seinni árum gefa dómstólar ríkara svigrúm þjóðmálaumræðu. Hér áður gat minnsta kusk á æru orðið tilefni til málssóknar þar sem sækjandinn átti alla möguleika að fá bætur fyrir jafnvel varfærnar athugasemdir.

Gildisdómar, þar sem einhverjum finnst eitthvað, með vísun í rök eða staðreyndir, eru fyrirferðamestir í þjóðmálaumræðunni. Almennt viðurkenna dómstólar að gildisdómar eru hvorki refsiverðir né bótaskyldir.

Dómstólar veita þjóðmálaumræðu meiri vernd á sama tíma og kommentakerfin virðast ganga sér til húðar sem umræðuvettvangur.

Nafnlaus umræða, sem kommentakerfin bjóða oft upp á, skilar ekki þeim árangri, sem að var stefnt, að lýðræðisvæða umræðuna. Ábyrgð verður að fylgja aðild að umræðunni.

 


mbl.is Mikilvægt fyrir lýðræðislega umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband