ESB-sinni á Bessastaði?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir studdi ESB-umsókn Samfylkingar. Hún lét hjá líða að greiða atkvæði gegn þingsályktun 16. júlí 2009, sem heimilaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu Sjálfstæðisflokksins. 

Ekki er tímabært að kjósa ESB-sinna til forseta lýðveldisins.


mbl.is Þorgerður Katrín íhugar framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

þetta er nú ekki það versta við hana.  Ég mundi frekar segja "kúlulánadrottning á Bessastaði"  Nei takk!

Óskar, 23.2.2016 kl. 21:01

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Ertu svona fljótlæs á afstöðu Þorgerðar Katrínar sem frambjóðanda til forseta? Eða viltu að hún hafi þessa afstöðu sem þú tíundar til þess að setja henni stólinn fyrir þínar dyr?

Herbert Guðmundsson, 23.2.2016 kl. 21:04

3 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Kúlulánadrottning hvað, Óskar?

Herbert Guðmundsson, 23.2.2016 kl. 21:07

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Var það ekki eiginmaður hennar sem var með þetta fræga himinháa lán ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.2.2016 kl. 22:25

5 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Um hvað er helgimyndin að tala? Varla maka sinn?

Herbert Guðmundsson, 23.2.2016 kl. 22:57

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Vantar sennilega hrossabeit og slægjur á Bessastöðum. Bessastaðatjörnin er hættuleg hrossum að vetir til ef kemur í þau strok.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 23.2.2016 kl. 23:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Herbert, afstaða hennar gagnvart Evópusambandinu er ærið nóg til að hafna henni til forystustarfa í stjórnmálum. Fullveldið skiptir hér öllu máli, gerði það í landhelgisdeilunni og gerir það enn.

Jón Valur Jensson, 23.2.2016 kl. 23:07

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Herbert,mér tókst í þriðju færslu þinni að skilja að þú ert ESb,sinni.Þar sem fyrirsögn pistlahöfundar er spurning um hvort slíkir verðskuldi forsetaembættið. Ég hef alltaf talið þig prúðmenni og ætla því að lýsa vonbrigðum yfir færslu þinni ætlaða "Predikaranum".Þú getur síst ætlað honum að svara þér,af öllum þrem,sem eru beinar spurningar >> Hvað,hvað og?????

Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2016 kl. 01:06

9 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Jón Valur hefur lög að mæla fyrir sig og sína, og bara ekkert við það að athuga að hafna Þorgerði á þeim forsendum. Ég hugsa bara ekki á sömu nótum.

Og Helga ágæt sem ætíð. Sama, ég met ekki frambjóðendur til forseta eftir afstöðu til ESB, heldur mannkosta almennt. Og þeir sem tjá sig ekki undir réttu nafni ættu að halda sig til hlés. Finnst þér það boðlegt að henda upp spurningu eins og prédikarinn, spurningu um lán maka, spurningu um "frægt, himinhátt lán", eins og það væri hið eina af þeim toga o.s.frv.? Mál sem hann greinilega þekkir ekki eða hvernig því lauk. Veist þú það?

Herbert Guðmundsson, 24.2.2016 kl. 02:33

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held nú að predikarinn hafi verið að verja Þorgerði fremur en hitt með því að benda á, að það var maður hennar, ekki hún, sem tók þetta kúlulán.

En andstaða mín gegn framboði hennar byggist ekki aðeins á því, að sem ESB-manneskja á Bessastöðum gæti hún haft hættulega mikil völd á krítískum stundum stjórnarákvarðana, heldur einnig, í 2. lagi, á grunni þess að hún stóð ekki með þjóðinni í lokaafgreiðslu Icesave-III-lagafrumvarpsins og, í 3. lagi, að hún er ekki lífsverndarsinnaður stjórnmálamaður í verki – sjá nánar um þetta allt í þessari grein á nýliðnum degi: Álitsskaddað hrunsfólk til leiðandi áhrifa? - Nei, bara það bezta á Bessastaði!

Jón Valur Jensson, 24.2.2016 kl. 02:57

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það getur varla talist ábyrg afstaða að velja manneskju á forsetastól sem núverandi forseti þurfi að bjarga okkur undan og Íslendingar höfnuðu í tvígang þessari dæmalausu heimasmíðuðu Icesave þvælu.   

Á þeirri tíð þá var eingin annar en forsetinn að Bessastöðum ,Ólafur R. Grímsson tiltækur til að bjarga okkur undan þeim ruddaskap sem okkur var þá sýndur.

 Evrópusambands umsókn höfnuðum við með afgerandi niðurstöðu í alþingiskosningum, þannig að það væri hámark öfugmælanna að kjósa svoleiðis fólk til varðstöðu á Bessastöðum og í raun ósvífni að bjóðasig fram.  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.2.2016 kl. 08:08

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir þetta með þér, ágæti Hrólfur.

Jón Valur Jensson, 24.2.2016 kl. 11:05

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hebbi minn, færsla predikarans er greinilega leiðrétting á færslu Óskars,það er svo augljóst(.- Varðandi spurninguna; Það er einmitt það sem ég geri,að velja forseta eða hvern annan sem býður sig fram til áhrifa starfa fyrir Ísland,eftir því hvort hann er fullveldissinni og reikna þá um leið með að hann hafi heilmikið annað til brunns að bera. Mb.Kv.   

Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2016 kl. 15:49

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Og var það ekki kúlulánadrttningin sem keyrði í gegnum þingið svokölluðum nef skatti (RÚV skattinum) fyrir all flesta landsmenn hvort sem þeir nota þjónustu RÚV eða ekki, þegar hún var ráðherra, ég man ekki betur?

Nei "Kúlulánadrottningin hefur ekkert á Bessastaði að gera.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.2.2016 kl. 23:23

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún stendur með sínum 365 aðdáendum, enda er hún búin að vera með aukavinnu þar í einhverjum poppþætti.

Þorgerður hefur ekki hag þjöðarinnar að leiðarljósi. Það hefur margsinnis sýnt sig í störfum hennar og afstöðu, fyrir og eftir hrun.

Hún er fulltrúi þeirra sem þjoðinni hryllir mest við og ég hef engar áhyggjur af því að hún verði kosin, bjóði hún sig fram.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2016 kl. 01:40

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki veit ég, hve mikla meðsök (ef nokkra) Þorgerður Katrín hafi borið á kúluláni manns síns; kannski þurfti hún sem maki að samþykkja það (án þess ég viti það), og þá bar hún vissulega ábyrgð. En vel sluppu þau við að borga 1900 milljónir!

Hitt gagnrýndi ég harðlega: að Þorgerður Katrínar bruðlaði ríkisfé með því að fara í tvær ferðir á ólympíuleikana í Peking, taka eiginmanninn með á kostnað þjóðarinnar og fá dagpeninga á sama tíma. Ritaði m.a. um það á Vísisbloggi mínu: Hneyksli: 3 millj. kr. Pekingferðir ráðamanns, en 365 miðlar þurrkuðu reyndar út allt Vísisblogg mitt eins og allra annarra Vísisbloggara og skeytti þar ekkert um höfundarétt (lét ekki einu sinni vita!), ekki frekar en þeir væru forstokkaðir Píratar!

Ég var reyndar svo forsjáll að taka afrit af pistlinum stutta, hann er hér:

Hneyksli: 3 millj. kr. Pekingferðir ráðamanns

27. ágúst 2008

Sóun Þorgerðar Katrínar á ríkisfé til tveggja Pekingferða á ÓL, fyrir flugferðir undir hana og mann hennar, hótelgistingu og dagpeningana, sem hún hefur upp úr krafsinu að auki (391.740 kr.), samkvæmt Fréttablaðinu í dag, bls. 2, nemur nál. þremur milljónum króna og verður að teljast opinbert hneyksli.

Ennfremur átti ég á Moggabloggi mínu greinina: Sammála nafna mínum: Þorgerður Katrín á að segja af sér ...,

Í  viðtali við fréttamann Rásar 2 (í beinni útsendingu síðdegis)  20. jan. 2009 talaði Þorgerður Katrín afar hvatskeytlega um stjórnarskrá okkar, sagði að henni þyrfti að breyta (eins og ekkert væri) og það í því samhengi, að við þyrftum að sækja um aðild að Evrópusambandinu!

Sjá einnig hér um Þorgerði: 

Enn einn ESB-innlimunarsinni missir sig í æsingi

Jón Valur Jensson, 25.2.2016 kl. 11:29

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hlustendur Útvarps Sögu eru vitaskuld ekki fulltrúar allrar þjóðarinnar, en þó er fróðlegt að kynnast viðhorfum þeirra í þessum framboðsmálum. Þar var, á vef ÚS, spurt sl. 24 klst.: "Vilt þú að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gefi kost á sér í embætti forseta Íslands?"

Niðurstaðan er komin: JÁ sögðu 100, hlutlausir voru 22, NEI sögðu 1215 eða 90,9%! Jámenn Þorgerðar voru aðeins 7,5%!

Jón Valur Jensson, 25.2.2016 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband