15 prósent of lág krafa fyrir þjóðaratkvæði

Þjóðaratkvæðagreiðslur eiga að vera undantekningar sem ekki er farið í nema af brýnni nauðsyn, þegar gjá er staðfest milli þings og þjóðar.

Það er gjá milli þings og þjóðar ef rétt rúmlega tíundi hver maður vill fá lög alþingis í þjóðaratkvæði.

15 prósent fylgi dugir ekki til aðildar að ríkisstjórn nema í tilfelli þriggja flokka stjórna. Með 15 prósent viðmiði til þjóðaratkvæðagreiðslu er smáflokkum veitt hvatning að búa til ágreiningsmál gegn sitjandi meirihluta á þingi og fylkja almenningi. 15 prósentin verða þannig vopn gegn stjórnfestu og stuðla að stjórnleysi. Við þurfum ekki á því að halda, hvorki í bráð né lengd.

Eðlilegt er að krafa verði gerð um að fjórðungur kosningabærra manna skrifi undir áskorun um að tiltekin lög fari í þjóðaratvæði. Fjórðungur landsmanna mun ekki nema í undantekningatilfellum skrifa upp á áskorun um þjóðaratkvæði. Og þannig á það að vera.


mbl.is Þjóðaratkvæði ef 15% vilja það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forstjórar sem vita ekki og eru ábyrgðarlausir

Forstjórar eru launahæstir á vinnumarkaðnum. Rökin fyrir háum launum er að forstjórar viti hvað þeir eru að gera og beri ábyrgð.

Forstjóri Borgunar vill fá okkur til að trúa að hann viti ekki hvað hann er að gera, hvorki í einkafjármálum sínum né í rekstri fyrirtækisins. Þá vill hann enga ábyrgð bera á því að þjóðarbankinn, Landsbankinn, varð af milljörðum króna vegna viðskipta við Hauk og félaga hans, þar sem Haukur var innherji.

Er ekki næsta útspil Hauks að fara fram á launaLÆKKUN?


mbl.is „Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýrland: stórveldi, trú og ríkjaskipan

Obama forseti Bandaríkjanna spyr hvað Pútín vilji í Sýrlandi. Bara það eitt að Rússlandsforseti fái þessa spurningu frá Bandaríkjaforseta er stórsigur. Bandaríkin og Nató reyndu að einangra Rússland í alþjóðasamfélaginu vegna Úkraínudeilunnar.

Með aðild að Sýrlandstríðinu kemst Pútín aftur í hóp þeirra sem véla um framtíð heimsbyggðarinnar. Þar með getur hann betur gætt öryggishagsmuna Rússlands.

En jafnvel þó stórveldin kæmu sér saman um friðsamlega lausn í Sýrlandi eru engar líkur að ásandið félli í ljúfa löð.

Kúrdar eru þjóð án ríkis og ætla sér að ná markmiði sínu í þessum umgangi. Nató-ríkið Tyrkland má ekki til þess hugsa að Kúrdar fái þjóðríki. Tyrkneskir Kúrdar myndu sækjast eftir aðild að nýju þjóðríki. Á talandi stundu njóta Kúrdar bæði stuðnings Bandaríkjanna og Rússa. Kúrdar eru beittasta vopnið gegn þeim sem allir eru á móti, a.m.k. í orði kveðnu: Ríki íslam.

Assad Sýrlandsforseti er alavíti, sem er meiður af múslímskri sjíta-trú. Alavítar eru aðeins 12 prósent Sýrlendinga og geta tæplega gert ráð fyrir að stjórna meirihlutanum sem tilheyra súnní-múslímum. Íran styður Assad vegna trúarsamstöðu. Að sama skapi styðja Sádí-Arabía og Trykland uppreisnarmenn úr röðum súnna.

Átökin í Sýrlandi eru óleysanleg á meðan ekki er hægt að finna eina lausn sem hentar öllum stríðsaðilum.


mbl.is Draga Miðausturlönd í allsherjar stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband