Forstjórar sem vita ekki og eru ábyrgðarlausir

Forstjórar eru launahæstir á vinnumarkaðnum. Rökin fyrir háum launum er að forstjórar viti hvað þeir eru að gera og beri ábyrgð.

Forstjóri Borgunar vill fá okkur til að trúa að hann viti ekki hvað hann er að gera, hvorki í einkafjármálum sínum né í rekstri fyrirtækisins. Þá vill hann enga ábyrgð bera á því að þjóðarbankinn, Landsbankinn, varð af milljörðum króna vegna viðskipta við Hauk og félaga hans, þar sem Haukur var innherji.

Er ekki næsta útspil Hauks að fara fram á launaLÆKKUN?


mbl.is „Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vitlausasta? Af hve mörgum vitlausum og vitlausari?

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2016 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband