Birgitta á flótta: Píratar ekki með stefnu, aðeins ásýnd

Formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, er á flótta frá umræðunni. Nýverið kom hún upp um sig sem einfeldning í ESB-umræðunni og núna eru það borgaralaun.

Flótti Birgittu sýnir að Píratar eru ekki með stefnu heldur ásýnd sem gengur út á að styggja ekki fylgið.

Þegar nær dregur kosningum kemst alvara í umræðuna og þar hrekkur ásýnd skammt.


mbl.is Sakaði forsætisráðherra um þvætting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásatrú á móti múslímskri fjölmenningu

Trúartákn sótt í ásatrú fremur en kristni virðast eftirsóknarverð hjá hópum sem spretta upp á Norðurlöndum til andstöðu við múslímska fjölmenningu.

Ekki er líklegt að guðfræðilegar pælingar liggi til grundvallar framgangi ásatrúar.

Heldur hitt að kristni þykir útþynnt fjölmenningartrú.


mbl.is Hermenn Óðins með strandhögg í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýrlandi verður skipt - eftir blóðugt stríð

Ekkert vopnahlé, sem stendur undir nafni, er líklegt í bráð í Sýrlandi. Stjórnarher Assads, með stuðningi Rússa, er við það að ná stærstu borg Sýrlands, Aleppo.

Kúrdar vinna  með Assad og Rússum í Norður-Sýrlandi en með Bandaríkjunum í austri, þar sem Ríki íslams er með höfuðborg sína, Raqqa. Tyrkir, bandamenn Bandaríkjanna, mega ekki til þess hugsa að Kúrdar fái sjálfstætt ríki. Það myndi ógna fullveldi Tyrklands, sem er með stóra minnihluta Kúrda.

Líkur eru á að Sýrlandi verði skipt þegar þreyta kemst í stríðsaðila. En það verður bið á þeirri þreytu þar sem öflugustu ríkin i miðausturlöndum, ásamt Tyrkjum, þ.e. Sádi-Arabía og Íran, fjármagna og styðja stríðandi fylkingar.

Rússar og Bandaríkjamenn eru virkir þátttakendur með loftárásum. Þeir munu ekki láta sitt eftir liggja fyrr en gengið hefur verið á milli bols og höfuðs á Ríki íslam. Tyrkir munu á hinn bóginn sjá til þess að halda lífi í Ríki íslams á meðan sú hætta vofir yfir að Kúrdar fái sjálfstætt ríki.


mbl.is Líkur á vopnahléi fara dvínandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband