Pútín og vestræn siðmenning

Útganga Breta úr ESB, Brexit, er sögð höfundarverk Pútíns Rússlandsforseta sem jafnfrmt studdi Donald Trump til forseta Bandaríkjanna. Nú er líklegur forsetaframbjóðandi hægrimanna í Frakklandi, Franço­is Fillon, sagður handgenginn Pútín. Fillon yrði helsti keppinautur Marine Le Pen sem er stórvinkona Pútíns. Hvernig sem færi stæði Pútín með pálmann í höndunum í Frakklandi.

Samkvæmt þessu er Pútín helsti gerandinn í vestrænni pólitík. Engu að síður er hernaðarbandalag vestrænna ríkja, Nató, búið að umkringja vesturlandamæri Rússlands með herstöðvum.

Meint áhrif Pútíns á vestræna pólitík koma í gegnum hægristjórnmál að stóru leyti. Vinstrimenn, t.d. Nick Cohen á Guardian, telja harðlínuhægrimenn hafa yfirtekið hófsama íhaldsmenn. Sem er erfitt að mótmæla.

Í kalda stríðinu var vestræn siðmenning skilgreind út frá austrænum kommúnisma - frelsi gegn kúgun. Vestræna frelsið er ekki lengur jafn eftirsóknarvert, það leiðir til upplausnar innanlands og veikgeðja utanríkisstefnu. Pútín stendur fyrir stöðugleika og afdráttarleysi, sem margir á vesturlöndum sakna, ekki síst hægrimenn.

Í Pútín sjá margir bandamann sem gæti hjálpað vestrænni siðmenningu að gyrða sig í brók og skerpa á öðrum gildum en frelsinu.


mbl.is Fillon eða Juppé?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband