Pútín og vestræn siðmenning

Útganga Breta úr ESB, Brexit, er sögð höfundarverk Pútíns Rússlandsforseta sem jafnfrmt studdi Donald Trump til forseta Bandaríkjanna. Nú er líklegur forsetaframbjóðandi hægrimanna í Frakklandi, Franço­is Fillon, sagður handgenginn Pútín. Fillon yrði helsti keppinautur Marine Le Pen sem er stórvinkona Pútíns. Hvernig sem færi stæði Pútín með pálmann í höndunum í Frakklandi.

Samkvæmt þessu er Pútín helsti gerandinn í vestrænni pólitík. Engu að síður er hernaðarbandalag vestrænna ríkja, Nató, búið að umkringja vesturlandamæri Rússlands með herstöðvum.

Meint áhrif Pútíns á vestræna pólitík koma í gegnum hægristjórnmál að stóru leyti. Vinstrimenn, t.d. Nick Cohen á Guardian, telja harðlínuhægrimenn hafa yfirtekið hófsama íhaldsmenn. Sem er erfitt að mótmæla.

Í kalda stríðinu var vestræn siðmenning skilgreind út frá austrænum kommúnisma - frelsi gegn kúgun. Vestræna frelsið er ekki lengur jafn eftirsóknarvert, það leiðir til upplausnar innanlands og veikgeðja utanríkisstefnu. Pútín stendur fyrir stöðugleika og afdráttarleysi, sem margir á vesturlöndum sakna, ekki síst hægrimenn.

Í Pútín sjá margir bandamann sem gæti hjálpað vestrænni siðmenningu að gyrða sig í brók og skerpa á öðrum gildum en frelsinu.


mbl.is Fillon eða Juppé?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Kr

Hver eru þessi önnur gildi?

Jónas Kr, 27.11.2016 kl. 21:48

2 identicon

Hvar eru þessi "frelsis" gildi?

Á hverju horni, eru myndavélar til að fylgjast með þer.  Á klósettum eru myndavélar til að kíkja á þig ... dóttir þín, er undir myndavélum í herbergi sínu, þegar hún ... og "einhver" gæðir sér á. Blöð eru einhliða, "alternative" news eru bönnuð nú.  Öll samtöl sem þú átt eru hleruð ... öll atvinna er undir eftirliti ríkisins, gegnum "pappír" sem sýnir að þú sért lærður og fær um að þrífa klósettið .. SÄPO, þarf að skoða alla þína pappíra, ef þú ætlar að sækja um stöðu sem "hundskoðari".  Flughafnir, eru fullar af vopnuðum vörðum ... og hundum, sem þefa af pungnum á þér.

Hvaða helv. frelsi ertu að tala um ... ertu í einhverju fantasíu landi?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.11.2016 kl. 22:37

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, hver eru þessi önnur gildi?

Wilhelm Emilsson, 27.11.2016 kl. 23:14

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hvaða önnur gildi? Til dæmis samheldni.

Bjarne Örn bendir á hve frelsið er orðið takmarkað þótt það sé gildi sem haft er í hávegum.

Páll Vilhjálmsson, 28.11.2016 kl. 06:57

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Páll. Samheldni, já, þú segir nokkuð. Pólítískir óvinir og gagnrýnendur Pútín eru annað hvort dauðir eða flúnir úr landi. Það er vissulega ein leið til að skapa samheldni.

Mig grunar að ef Bjarni flytti frá Svíþjóð til Rússlands myndi hann fljótt komast að muninum á vestrænu ríki og Rússlandi gamla KGB mannsins.

Wilhelm Emilsson, 28.11.2016 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband