Hvítir karlar og hrun Vesturlanda

Reiðir hvítir karlar er stærsti kjósendahópur Trump. Sami hópurinn var á bakvið úrsögn Breta úr ESB. Hvorugt átti að gerast, samanber grein í vinstriútgáfunni New Statesman snemmsumars.

En hvorttveggja Trump og Brexit dundu yfir heimsbyggðina sama árið. Chris Patten, gamalreyndur breskur stjórnmálamaður, segir að kjör Trump viti á endalok Vesturlanda.

Gangi heimsendaspádómar eftir, og Vesturlönd hrynja, fer vel á því að hvítir karlar sjái um niðurrifið. Það voru jú þeir sem bjuggu til Vesturlönd.


mbl.is Trump leggur drög að fyrstu dögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur og Jóhanna tala um allt nema Samfylkingu

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingar skrifar eitur um stjórnarmyndun undir forystu Bjarna Ben.

Annar fyrrverandi formaður Samfylkingar, Jóhanna Sigurðardóttir, var trú eðli sínu og fór í manninn en ekki boltann þegar hún ræddi sama mál.

Hvorugur fyrrum formanna Samfylkingar segir stakt orð um málefnið sem þeim er skyldast, ófarir flokksins í kosningunum. Eða finnst Össuri og Jóhönnu fínt mál að hafa 5,7 prósent fylgi? 


mbl.is Viðræðum haldið áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar vita ekki hvað þeir vilja

Þingmaður Pírata sagði á ASÍ-þingi að flokkurinn væri ekki með neina stefnu í atvinnumálum. Píratar sátu hjá við afgreiðslu búvörusamninga og uppskáru reiði flokksmanna. Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður segir að Píratar

hefðu lagt spil­in á borðið fyr­ir kosn­ing­arn­ar og lýst því yfir að ekki hann væri ekki til­bú­inn að gefa eft­ir varðandi ákveðin mál. En Pírat­ar væru eft­ir sem áður reiðubún­ir að leika hvaða hlut­verk sem þyrfti til þess að tryggja stöðug­leika annaðhvort í stjórn eða stjórn­ar­and­stöðu.

Í afstöðu Gunnars Hrafns kemur fram að Píratar vilja hvorttveggja í senn vera prinsippflokkur sem ekki gefur afslátt en jafnframt flokkur málamiðlana. Þetta tvennt fer ekki saman.

Píratar hafa ekki gert upp við sig hvort þeir séu byltingarflokkur undir formerkjunum ,,heimsyfirráð eða dauði" eða hvort þeir séu tilbúnir að axla ábyrgð og miðla málum.

En til að taka þátt í málamiðlunum þarf vitanlega að hafa stefnu um meginsvið samfélagsins, s.s. í atvinnumálum og landbúnaði. Ágætis byrjun hjá Pírötum væri að koma sér upp pólitískri stefnu.


mbl.is Ekki óskað eftir Pírötum í forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband