Evrópuher útilokar ESB-aðild til framtíðar

Evrópusambandið er í sjokki eftir sigur Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Tvær ástæður eru í forgrunni. Í fyrsta lagi ætlar Trump ekki að fjármagna varnir Evrópu líkt og áður í gegnum Nató. Í öðru lagi er líklegt að Trump nái samkomulagi við Pútín Rússlandsforseta um skiptingu á umdeildum áhrifasvæðum s.s. í Austur-Evrópu og miðausturlöndum.

Evrópusambandið stóð fyrir útþenslu í Austur-Evrópu eftir fall Sovétríkjanna. Eystrasaltslöndin þrjú, Pólland, Búlgaría og Rúmenía runnu inn í ESB. Útþenslan strandaði í Úkraínu þar sem nú geisar staðgenglastríð milli ESB/Bandaríkjanna/Nató annars vegar og hins vegar Rússlands.

Ef Trump hættir að fjármagna Nató í sama mæli og áður og semur við Pútín um skiptingu áhrifasvæða er öll Austur-Evrópa í uppnámi - en hún er í bakgarði Rússa líkt og Mexíkó er túnflötur Bandaríkjanna.

Andspænis þessari hrollvekju ætlar Evrópusambandið að byggja upp her - í sama mund og eitt öflugasta herveldið innan sambandsins, Bretland, er á leiðinni út.

Ísland er á viðurkenndu áhrifasvæði Bandaríkjanna síðustu 70 árin. Við eigum nákvæmlega engra hagsmuna að gæta í Austur-Evrópu í sögulegu samhengi, nema þeim að viðskiptasamband Íslands og Rússlands er traust. Ef Ísland álpaðist inn í Evrópusambandið undir þessum kringumstæðum jafngilti það að við löðrunguðum Bandaríkin og skitum á stofugólf Pútíns.

Íslenskir stjórnmálamenn sem svo mikið sem íhuga ESB-aðild um þessar mundir eru ekki með öllum mjalla.


mbl.is Vill stefna að Evrópuher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn völdu áhrifaleysi

Eftir kosningar voru Vinstri grænir leiðandi flokkur vinstrimanna. Þeir stóðu frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að taka þátt í stjórnarmyndum með sigurvegara kosninganna, Sjálfstæðisflokknum. Í öðru lagi að standa á hliðarlínunni og bíða þess er verða vildi.

Vinstri grænir höfnuðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og krossuðu fingur í von um að stjórnarmyndunarviðræður Bjarna Ben. steyttu á skeri. Sú von breytist í örvæntingu ef Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð ná saman um ríkisstjórn.

Forysta Vinstri grænna skýlir sér á bakvið Lækjarbrekkufundi vinstriflokkanna fyrir kosningar og segir vegna þeirra hafi þeir ekki getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Lækjarbrekkufundirnir voru boðaðir af Pírötum sem með aðstoð RÚV settu saman vinstrivalkost til landsstjórnar. Þjóðin veitti ekki Lækjarbrekkubandalaginu umboð, flokkarnir 4 eru með 27 þingmenn.

Vinstri grænir verða ekki í forystu í stjórnarandstöðunni. Píratar eru jafn stór þingflokkur og engar líkur að þeir lúffi fyrir Vinstri grænum. Samfylking er of lítil til að skipta máli. Afleiðingin af hjásetu Vinstri grænna verður áhrifaleysi enda Birgitta og Píratar flinkari að sprikla í fjölmiðlum en Katrín, Svandís og Steingrímur J.

Ósigur Samfylkingar í kosningunum og vangeta Vinstri grænna eftir kosningar dæmir vinstrimenn til áhrifaleysis um fyrirsjáanlega framtíð.


mbl.is Furðar sig á Bjartri framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn meðalhófsins

Þriðja ríkisstjórnin eftir hrun stendur ekki frammi fyrir risavöxnum verkefnum, líkt og stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur strax eftir hrun og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs árið 2013, sem tókst á við skuldaleiðréttingu heimilanna og uppgjör við föllnu bankana.

Næsta ríkisstjórn fær það verkefni að varðveita stöðugleika i efnahagsmálum og gera stjórnmálamenninguna skaplegri. Uppbygging innviða og þróun sáttaleiða í launakerfi landsmanna eru helst á dagskrá.

Ríkisstjórn meðalhófsins þarf ekki sterkan meirihluta á bakvið sig enda tileinkar hún sér öfgaleysi í framgöngu og leitar sátta við þing og þjóð. En hún þarf jafnframt að vera föst fyrir og gefa ekki eftir háværum kröfum aðskiljanlegra hópa samfélagsins, sem telja að nú sé komið einmitt að þeim að fá peninga úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar.


mbl.is Byrjað á sáttmála um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband