Fjórflokkurinn og annars flokks fræðimenn

Annars flokks fræðimenn við þriðja flokks háskóla tala um ,,hrun fjórflokksins" í þessum kosningum. Þeir kunna ekki að greina á milli tveggja merkinga hugtaksins ,,fjórflokkurinn".

Síðustu tvo áratugi liðinnar aldar var hugtakið notað um samtryggingarkerfi stjórnmálaflokka. Þeir sem töldu litlu skipta hverjir væru við völd notuðu þetta orð og sögðu að sami rassinn væri undir þeim flokkum.

Önnur merking hugtaksins er að það lýsir stjórnmálakerfi lýðveldisins. Fjórir flokkar, plús einn eða tveir annað slagið, þöktu pólitíska litrófið og ekki var þörf á fleiri flokkum.

Fjórflokkakerfið í fyrri skilningnum leið undir lok upp úr síðustu aldamótum og alfarið eftir hrun. Það dettur t.d. engum í hug, nema kannski bjána á Bifröst, að segja vinstristjórn Jóhönnu Sig. hafa verið ,,fjórflokkastjórn".

Seinni merking hugtaksins lýtur að fjölda flokka og í þeim skilningi getur dánardægur fjórflokksins ekki verið seinna en 2013. Það vita allir sem fylgjast með pólitík.


mbl.is 35,82% hafa kosið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengjan klukkan tíu í kvöld

Klukkan tíu í kvöld lokar kjörstöðum og ekki lengur hægt að hafa áhrif á kjósendur. Dómur kjósenda birtist alþjóð stundu seinna. Ósögðu fréttirnar úr kosningabaráttunni munu koma fram ein af annarri.

Ósagðasta fréttin er af sex daga stjórn Pírata og hinna vinstriflokkanna. Tvær útgáfur eru tilbúnar:

a. Þetta var allt í plati.

b. Þetta var aldrei mögulegt.

Smærri ósagðar fréttir skjóta upp kollinum í kjölfarið um óformleg bandalög og ,,skilning" á milli manna.


mbl.is Afskipti erlendra aðila fordæmalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir kostir: stöðugleiki eða upplausn

Sterkur Sjálfstæðisflokkur getur einn komið í veg fyrir að hér taki völdin fjögurra flokka vinstristjórn Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir stöðugleika en vinstriflokkarnir fyrir upplausn.

Sjálfstæðisflokkurinn getur starfað með öllum öðrum flokkum, nema Pírötum sem eru óábyrg mótmælahreyfing með enga stefnu í stærstu málefnum eins og frambjóðendur þeirra viðurkenna sjálfir.

Vinstrabandalag Pírata mun ekki bjóða upp á neina heilstæða stefnu, þar mun hver flokkur ota sínum tota og ríkisstjórnin verður leiksoppur áhlaupsstjórnmála sem þessir flokkar stunduðu allt kjörtímabilið.

Sterkur Sjálfstæðisflokkur er einn fær um að verða kjölfesta í ríkisstjórn kjörtímabilið 2016-2020. Kjósandinn er konungur í dag. Á morgun gæti hann annað tveggja orðið borgari í samfélagi stöðugleika eða áttavilltur í óreiðuríki.


mbl.is Úrslitastund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband