Baugsbrask lífeyrissjóða

Lífeyrissjóðir landsins gáfu sig á vald auðmönnum og loftköstulum þeirra í útrás. Lífeyrissjóðir settu peninga m.a. í glæfraspil dótturfélags Baugs sem ætlaði að gera sig gildandi á fjölmiðlamarkaði í Danmörku.

Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðir töpuðu á Baugi sjálfum.

Ekki liggur fyrir hvort lífeyrissjóðirnir lærðu lexíu af útrás og hruni.


mbl.is Endurheimtur þrotabús Baugs 2,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breska stjórnin ekki hlynnt ESB-aðild

Það er ekki lengur ríkisstjórnarmál bresku ríkisstjórnarinnar að Bretland verði aðili að Evrópusambandinu. Með því að Cameron forsætisráðherra gefur ráðherrum leyfi að berjast gegn aðild í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu er styrkleiki andstæðinga ESB-aðildar í ríkisstjórninni staðfestur.

Cameron hyggst semja við Evrópusambandið um að Bretland fá tilbaka valdheimildir frá Brussel og undanþágur frá íþyngjandi regluverki.

Þjóðaratkvæðagreiðslan verður um það hvort Bretland haldi áfram ESB-aðild eða hverfi úr sambandinu.


mbl.is Ráðherrar fá að berjast gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskar konur áreittar af flóttamönnum

Flóttamenn frá miðausturlöndum og Norður-Afríku eru sagðir gerendur í fjölda kærumála til lögreglunnar í Köln og Hamborg þar sem konur voru áreittar kynferðislega og stolið af þeim verðmætum.

Þýskir fjölmiðlar, t.d. weltspiegel og faz greina frá atburðunum sem gerðust þegar nýju ári var fagnað. Torg og stræti voru vettvangur atburðanna.

Borgaryfirvöld í Köln boða til neyðarfundar vegna atburðanna sem þykja án fordæma.


Bloggfærslur 5. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband