Píratar eru valdaflokkur

Birgitta kapteinn Pírata var ekki fyrr búin að úthýsa frjálshyggjumönnum úr flokknum en að Helgi háseti sagði frjálshyggjumenn velkomna.

Píratar eru óðum að verða allt fyrir alla til að halda sem lengst í fylgi skoðanakannana.

Valdaflokkar eru með þá stefnu sem hentar hverju sinni.


mbl.is Vill frjálshyggjumenn úr Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eichmann-rökin tekin gild í héraðsdómi

Adolf Eichmann vildi náðun vegna þess að hann framfylgdi fyrirskipunum. Fyrir ofan Eichmann voru Heydrich, Himmler og sjálfur foringinn.

Héraðsdómur Reykjavíkur tekur Eichmann-rökin góð og gild í Chesterfield-málinu. Engin gögn, segir dómurinn, staðfesta að fyrirskipun hafi verið gefin um tefla stórum fjárhæðum í hættu. En hvaða kom fyrirskipun um að reka banka eins og mafíuverkefni þar sem allir topparnir græddu, og nota gróðann til að reisa hótel um allar þorpagrundir, en samfélagið sat uppi með tapið?

Héraðsdómur á eftir að útskýra hvaða yfirvald var æðra æðstu stjórnendum Kaupþings. Annars ganga Eichmann-rökin ekki upp í tilfelli bankamanna sem keyrðu fjármálakerfi þjóðarinnar í þrot.

Kannski eru héraðsdómararnir þeirrar skoðunar að guð almáttugur hafi verið að verki? Er búið að kanna hvort viðkomandi dómarar tilheyri sértrúarsöfnuði?


mbl.is Niðurstaða dómsins skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt stjórnmálaafl: læknaflokkurinn

Læknarnir Kári Stefánsson og Magnús Karl Magnússon hljóta að formgera stjórnmálahreyfinguna á bakvið undirskriftarsöfnun um aukið fjármagn til heilbrigðiskerfisins.

Læknaflokkur Kára og Magnúsar Karls kann sitthvað fyrir sér í pólitískum vinnubrögðum, enda komnir með 50 þúsund undirskriftir. Í kjarabaráttu lækna, fyrir tveim árum, sýndu læknar fram á að hugvitsamleg notkun almannatengla, sem plöntuðu ,,fréttum" í auðtrúa fjölmiðla, skilar árangri í baráttunni um hylli almennings.

Kári og Magnús Karl vekja athygli á Icesave-málinu, en einmitt baráttan þar kallaði fram nýjan Framsóknarflokk. Læknafélagarnir tveir geta ekki látið staðar numið hér. Þeir eru byrjaðir í pólitík og verða að fylgja því eftir með flokksstofnun. Annars dæmast þeir úr leik sem óábyrgir eins-máls-menn. Undirskriftarsöfnunin hlýtur að vera forsmekkurinn að öðru og stærra.

Læknaflokkurinn er kannski ekki gott nafn. Hvað með Heilbrigðisflokkinn? Eða Hamingjuflokkurinn? Við-vitum-allt-best-flokkurinn? Mest lýsandi væri þó: Topparaflokkurinn.


mbl.is „Ráðamenn hlusta ekki á þjóðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband