Píratar eru valdaflokkur

Birgitta kapteinn Pírata var ekki fyrr búin að úthýsa frjálshyggjumönnum úr flokknum en að Helgi háseti sagði frjálshyggjumenn velkomna.

Píratar eru óðum að verða allt fyrir alla til að halda sem lengst í fylgi skoðanakannana.

Valdaflokkar eru með þá stefnu sem hentar hverju sinni.


mbl.is Vill frjálshyggjumenn úr Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þarf ekki annað en fylgjast með fylgispekt Píratans í borgarstjórn til að átta sig á á hvaða hlið þeir hallast.

Ragnhildur Kolka, 27.1.2016 kl. 17:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Píratar eru engan veginn valdaflokkur samkvæmt þeirri skilgreiningu sem sett er fram hér að ofan. Stefna Pírata gengur út á að fólk fái sjálft að taka þær ákvarðanir sem snerta hagsmuni þess, en ekki einhver stjórnmálaflokkur. Þannig gengur Píratastefnan út á að draga úr völdum stjórnmálaflokka frekar en að auka það. Til þess að átta sig á þessu þarf maður auðvitað að lesa grunnstefnu Pírata og skilja það sem stendur þar. Hinsvegar kemur ekki á óvart ef fólk sem er alið upp við gömlu valdaflokkana skilur ekki að það skuli geta verið til neitt annað og betra. Svona svipað og sá sem er alinn upp við heimilisofbeldi verður steinhissa þegar hann kemur á heimili þar sem slíkt ofbeldi er ekki stundað. Þess vegna hættir fólki af gamla skólanum til að stimpla Pírata sem samskonar flokk og þá gömlu, þegar raunin er sú að ekkert gæti verið fjarri sannleikanum.

Svo eru sumir sem líkar ofbeldið og vilja helst fá að kjósa það áfram, en samkvæmt greiningarlyklinum kallast sú veiki Stokkhólmsheilkenni.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2016 kl. 17:31

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Meiri þvælan alltaf í þér Páll. Eðlilega hefur þú enga löngun til að skynja, að framsókn og sjálfstæðis eru búnir. Svo ætlar þú, að reyna að gera tilraun til þess að sundra, fólk hlær að þér!!! Og þú þarna Ragnhildur Kolka, þú áttar þig ekki á nokkrum sköpuðum hlut. Mætti geyma þig í vínanda einhverstaðar, sem vott um fylgisspekt við hvað sem er , sem kom frá sjálfstæðisflokknum

Jónas Ómar Snorrason, 27.1.2016 kl. 19:11

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Naumast þú ert æstur Jónas. Fáir segja jafnmikið af skarpskyggni og viti í fáum setningum og Ragnhildur Kolka.  

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2016 kl. 19:28

5 Smámynd: Elle_

 Já bölvuð læti í honum.  Hvorki Páll né Ragnhildur eiga æsinginn skilið.

Elle_, 27.1.2016 kl. 19:57

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála Elle!

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2016 kl. 20:43

7 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Meðan að Píratar hafa ekki tekjuáætlun/skattaáætlun er ekki um neitt annað en risastóra vinsældakönnun að ræða.

Eitt er líka áberandi.

Ef að þeir eru ekki málsvekjandi tjá þeir sig ekki og svara ekki spurningum.

Óskar Guðmundsson, 27.1.2016 kl. 23:43

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

 Ótti ykkar við píratana er skiljanlegur í ljósi skoðanakannana.
Óttinn er afar sterkt afl og það gerir áreiðanlega enginn þá kröfu til ykkar að þið tjáið ykkur með óskertri dómgreind.
Gott finnst mér að sjá hversu margir virðast núna vera farnir að skilja að fjórflokkurinn er búinn að fá ÖLL þau tækifæri sem hægt var að gefa honum og fjölmörg þar að auki.
Og fjórflokknum tókst það ÓMÖGULEGA.
Að klúðra þeim ÖLLUM.
Stokkhólmsheilkennið!
Þegar svona er komið í stjórnmálaástandi þjóðar, Guðmundur Ásgeirsson, þá fyrst fer Stokkhólmsheilkennið að sanna sig.
Og það lýsir sér best í því þegar sjúklingarnir fara hamförum við að sjúkdómsgreina og gáfnaprófa! þá heilbrigðu.

Árni Gunnarsson, 28.1.2016 kl. 07:54

9 Smámynd: Elle_

Hvaða YKKAR, Árni, ertu að tala um?  Getur verið að þú hafi hæfi til að dæma fólk svona harkalega? 

Elle_, 28.1.2016 kl. 11:39

10 Smámynd: Steinarr Kr.

Píratar eru orðnir fimmta hjólið undir þessum sk. fjórflokk, sem hefur alltaf verið í fimm hlutum ef þið skoðið söguna.  Björt framtíð telst ekki lengur með.

Píratar hafa ekki staðið í fylkingarbrjósti fyrir eitt eða neitt, hvorki á þingi né í borgarstjórn og maður veltir því fyrir sér hvort að það sér bara stemning að nefna þá í skoðanakönnunum, en ekki þegar alvaran blasir við.

Steinarr Kr. , 28.1.2016 kl. 12:43

11 Smámynd: Gissur Örn

Án þess að fara lengra út í að leiðrétta rangfærslur hjá fólki þá við ég benda á að Birgitta er ekki kafteinn Pírata hún er venjulegur þingmaður. Helgi Hrafn telst vera þingflokksformaður einfaldlega vegna þess að þingflokkur má ekki vera formannslaus annars er flatur valdastrúktúr hjá Pírötum. Enginn Pírati er neitt valdameiri en annar þó sumir séu oftar í fjölmiðlum. Það eru allir velkomnir í Pírata sama hvaða skoðanir þeir hafa svo lengi sem þær passi við grunnstefnu Pírata: http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/

Gissur Örn, 28.1.2016 kl. 14:30

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var Helgi við borðið í Kryddsíldinni nú um áramótin?

það er yfirleitt formenn stjórnmálaflokka sem sitja við það borð. Það er alveg sama hvað sjóræningjarnir segja Birgitta verður alltaf skipstjóri sjóræningja skipsins.

Birgitta var búin að lofa landi og þjóð í síðustu kosningabaráttu að núverandi kjörtímabil væri hennar síðasta. En nú heldur hún að fylgi sjóræningja sé það mikið að hún geti orðið forsætisráðherra og þess vegna er hún að bjóða sig fram í næstu Alþingiskosningum.

Ég spyr; er það ekki kosningasvik ef Birgitta býður sig fram í næstu Alþingiskosningum?

Valda græðgi Birgittu  á sér engan líkan.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.1.2016 kl. 20:12

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Come on Jóhann K. ertu að tala um kostningasvik, og valdagræðgi. Líttu á framsókn og sjálfstæðis, þá blinda þessi orð sýn þína, svo um munar. Þið eruð alveg ágætar Helga og Elle:) Ok ég smá slæmur strákur(ekki í fyrsta sinn)

Jónas Ómar Snorrason, 28.1.2016 kl. 22:37

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú það er skrítið að benda á að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sé með valdagræðgi og þess vegna sé það í lagi að Brigitta sé með valdagræðgi.

Móðir mín kemdi mér á unga aldri, að eg þyrfti ekki að vera fífl þó svo aðrir séu fífl.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.1.2016 kl. 15:50

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhann.

19. mars 2015: Vill ekki verða forsætisráðherra - mbl.is

14. september 2015: VILL EKKI VERÐA FORSÆTISRÁÐHERRA | Hringbraut

28. janúar 2016: Sækist ekki eftir því að verða ráðherra | RÚV

Það er nokkuð merkileg skilgreining þín á "valdagræðgi" að einhver sem sækist ekki eftir tilteknum völdum sé haldin græðgi í þau.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2016 kl. 16:05

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Guðmundur ertu að segja að Birgitta hafi ekki gefið kosningaloforð í síðustu kosningabaráttu að núverandi kjörtímabil yrði hennar síðasta ef hún yrði kosin?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2016 kl. 16:18

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, ég var að benda á endurteknar yfirlýsingar hennar um að hún sækist ekki eftir ráðherra embætti. Hvort hún bjóði sig fram til áframhaldandi þingsetu er hinsvegar allt annar handleggur. Þó að Píratar hafi ekki samþykkt um það stefnu svo mér sé kunnugt, er það skoðun allmargra flokksmanna að þingmenn ættu ekki samtímis að gegna stöðu ráðherra.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2016 kl. 17:17

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nei, Birgitta sækist ekki eftir forsætisráðuneytinu. Hún vill verða utanríkisráðherra og fást við stjórnun heimsmálanna.

Ragnhildur Kolka, 1.2.2016 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband