Valdefling Kára þýðir veikara stjórnkerfi

Kári Stefánsson er ígildi stjórnmálahreyfingar. Með eins-máls-undirskriftarsöfnun hyggst hann breyta heilbrigðiskerfinu.

Ekkert eitt átak mun breyta heilbrigðiskerfinu. Löngu eftir að undirskriftarsöfnuninni lýkur, og Kári gleymdur, verður rætt um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og tekist á um opinbert fé hvað skuli gert með það.

Nái Kári árangri með erfiði sínu verður það á kostnað stjórnfestu með því að viðurkennd stjórntæki, alþingi og stjórnarráð, eru sniðgengin. Fordæmi eru komin fyrir einsmálshreyfingum sem lýsa frati á þekktar aðferðir til málamiðlunar. Lýðveldið okkar verður ekki betra heldur eykst sundurþykkjan.

Veikra stjórnkerfi og orðræða á borð við ,,forsætisráðherra er fýldur út í allt og alla" er líklega ekki tilgangur Kára. Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum.


mbl.is Forsætisráðherra „fýldur út í alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpir í orði og verki

Flóttamenn frá löndum múslíma taka með sér menningu sína til vesturlanda. Hluti menningarinnar er kvenfyrirlitning. Í stað þess að ræða opinskátt kvenfjandsamlega trúarmenningu múslíma, er skipulega reynt að þagga niður í umræðunni, ekki síst í Svíþjóð.

Sænsk yfirvöld ráða ekki við flóttamennina sem koma til landsins. Samkvæmt Guardian er beðið um nokkur þúsund fleiri lögregluþjóna til að hafa hemil á flóttamönnum.

Engum er greiði gerður með andvaraleysi sem felst í að taka við flóttamönnum umfram það sem menningarlegir og efnislegir inniviðir samfélagsins þola.

Viðbrögðin við fréttum af glæpnum í Moln­dal verða eftir því ofsafengin sem klén frammistaða yfirvalda rennur upp fyrir fleiri Svíum.


mbl.is „Hryllilegur glæpur“ í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband