Valdefling Kára þýðir veikara stjórnkerfi

Kári Stefánsson er ígildi stjórnmálahreyfingar. Með eins-máls-undirskriftarsöfnun hyggst hann breyta heilbrigðiskerfinu.

Ekkert eitt átak mun breyta heilbrigðiskerfinu. Löngu eftir að undirskriftarsöfnuninni lýkur, og Kári gleymdur, verður rætt um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og tekist á um opinbert fé hvað skuli gert með það.

Nái Kári árangri með erfiði sínu verður það á kostnað stjórnfestu með því að viðurkennd stjórntæki, alþingi og stjórnarráð, eru sniðgengin. Fordæmi eru komin fyrir einsmálshreyfingum sem lýsa frati á þekktar aðferðir til málamiðlunar. Lýðveldið okkar verður ekki betra heldur eykst sundurþykkjan.

Veikra stjórnkerfi og orðræða á borð við ,,forsætisráðherra er fýldur út í allt og alla" er líklega ekki tilgangur Kára. Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum.


mbl.is Forsætisráðherra „fýldur út í alla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.1.2016 kl. 16:07

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ertu alveg að ganga fram af þér Páll. Með eins-máls-undirskriftarsöfnun, hefur einhver undirskriftarsöfnun verið um mörg mál hingað til????? Í þínum framsóknarsinnaða huga, þá virðist skipta máli, hvort elítan styðji eða ekki. þar kristallast þín skoðun.

Jónas Ómar Snorrason, 26.1.2016 kl. 17:24

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Með fullri virðingu fyrir þínu - og þinna heilsufari- hefur þú þurft AÐ FARA Í GAGNSLAUS RÖNTGENTÆKI LANDSPÍTALA ALRRA LANDSMANNA - OG VERA MEÐ DAUÐADÆMT   ungmenni /FÓLK ÞAR VEGNA ÞESS AÐ PENINGUNUM ER BETUR VARIÐ Í ANNAР ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.1.2016 kl. 20:34

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

SVAR ÓSKAST !

 FÓLK VERÐUR AÐ VITA UM HVAÐ ÞAÐ ER AÐ TALA.

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.1.2016 kl. 21:36

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sumir hafa ekki aðgang að réttlætanlegri og löglegri jafnréttis-heilbrigðisþjónustu hér á landi, vegna fordæmandi fyrirskipana yfirlæknis ákveðinnar stofnunar hér á höfuðborgarsvæðinu.

Kári Stefánsson er víst í nokkuð góðu símavina-sambandi við þann skottulæknandi, fordæmandi, og sjúklinga-svíkjandi yfirlækni, eftir því sem best var skilið á honum í einhverju fjölmiðlaviðtalinu nýlega.

Sumir komast semsagt ekki einu sinni að aftast á biðlistanum, vegna yfirlæknamafíunnar fordæmandi, vanrækjandi og fyrirskipandi?

Hvað finnst fólki um slíkt óvandað og tækifærissinnað mafíustjórnkerfi innan opinbera kerfisins heilbrigðis-yfirvaldsráðskandi?

Ég bið fólk að hugsa sig aðeins um, áður en það hendir sér á áróðursfordóma-vagn múgæsingar-yfirlæknanna, sem stýrt er af "íslenskri erfðargreiningu" sem er í eigu mafíudeildar Bandaríkjanna mest siðspillingarstýrðu!

Ég vorkenni Kára Stefánssyni, að vera óvart og allt í einu eftir Bandaríkjastýrðs bankafalls-ráns-hrun kominn í varnarlið USA-læknamafíunnar andlitlausu. Og alveg óviljandi orðinn talsmaður mafíunnar á Íslandi.

Guð hjálpi Kára blessuðum, því nú er hann enn einu sinni kominn á villigötu.

Vissulega verður fólk að vita um hvað það er að tala. Frá öllum hliðum. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.1.2016 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband