Aukið aðgengi að áfengi er ekki framfaramál

Ritari Sjálfstæðisflokksins segir framfaramál að auka aðgengi að áfengi með því að færa söluna á því í matvöruverslanir. Það er rangt. Engin framför er að auka lýðheilsuvanda þjóðarinnar og ekki heldur er framför að auðvelda aðgengi unglinga að áfengi.

Núverandi fyrirkomulag á verslun með áfengi er þrautreynt og hefur gefist vel. Enginn fer inn í áfengisverslun í dag nema eiga þangað erindi. Auðvelt er að koma við eftirliti með því að unglingar kaupi ekki áfengi.

Áfengissala í matvöruverslunum myndi kollvarpa traustri umgjörð um vöru sem er allt annars eðlis en matvara.


mbl.is Ekki spurning um frelsi eða ríkisrekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungumálið, fjölmenning og jafnrétti

Lengi vel komust karlkyns flóttamenn frá múslímalöndum upp með að læsa eiginkonur sínar inni á heimilinu með þeim rökum fjölmenningar að staður konunnar væri í eldhúsinu.

Múslímakarlinn lærði tungumálið en eiginkonan var ótalandi á vestræna tungu og ól upp börn sem lærðu að konan væri undirgefin karlinum og ætti ekkert erindi út fyrir dyr heimilisins.

Fjölmenningin beið skipbrot vegna þess að hún lagði að jöfnu vestrænt jafnrétti og múslímska kvenfyrirlitningu.


mbl.is Þurfa að sanna enskukunnáttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskur múslími um kvenfyrirlitningu

Í trúarmenningu múslíma skal konan hlýða karlinum. Hennar staður er heimilið; utan þess er hún á opinberum vettvangi þar sem karlinn ræður ríkjum. Kona sem er utan heimilis og ekki hulin klæðum býður körlum upp á sjálfsafgreiðslu, þeir mega gera við hana hvað þeir vilja.

Á þessa leið skrifar danskur múslími, Naser Khader, sem jafnframt er þingmaður. Tilefnið er umræðan um hegðun múslímskra karlmanna gagnvart vestrænum konum. Khader telur trúarmenningu múslíma uppsprettu kvenfyrirlitningar.

Múslímar, segir Khader, verði að horfast í augu við kvenfyrirlitninguna í trúarmenningunni. Það er forsenda fyrir því að hægt sé að koma í veg fyrir kynferðislegar árásir á konur.

Trúarmenning er seigfljótandi. Breytingar taka áratugi ef ekki árhundruð.  Kahader og Milos Zeman segja í raun sama hlutinn. Múslímsk trúarmenning er ósamrýmanleg vestrænum lífsháttum.


mbl.is „Nær ómögulegt“ fyrir múslima að aðlagast Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband