Aukið aðgengi að áfengi er ekki framfaramál

Ritari Sjálfstæðisflokksins segir framfaramál að auka aðgengi að áfengi með því að færa söluna á því í matvöruverslanir. Það er rangt. Engin framför er að auka lýðheilsuvanda þjóðarinnar og ekki heldur er framför að auðvelda aðgengi unglinga að áfengi.

Núverandi fyrirkomulag á verslun með áfengi er þrautreynt og hefur gefist vel. Enginn fer inn í áfengisverslun í dag nema eiga þangað erindi. Auðvelt er að koma við eftirliti með því að unglingar kaupi ekki áfengi.

Áfengissala í matvöruverslunum myndi kollvarpa traustri umgjörð um vöru sem er allt annars eðlis en matvara.


mbl.is Ekki spurning um frelsi eða ríkisrekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bjórbannið var líka "þrautreynt og hafði gefist vel". Og hvað þá með einkarétt ríkisins á útvarpsrekstri - þrautreyndur og hafði gefist vel.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2016 kl. 21:56

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem EKKI kemur fram í þessari umræðu og menn virðast ekki enn haf áttað sig á eru markaðsöflin.  Haldamenn virkilega, ef þetta frumvarp fer í gegn, að það verði áfengi til sölu í öllum matvöruverslunum af hvaða stærð og gerð sem er?  Sem sagt aðgengið verur lakara og svo verður úrvalið minna því söluaðilarnir verða eingöngu tvær til þrjár söluhæstu tegundirnar og svo getur fólk farið í Bónus og keypt Bónus-rauðvín (gutl) með sunnudagssteikinni eða Bónus-hvítvín með humarréttinum.

Jóhann Elíasson, 18.1.2016 kl. 21:59

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, svona alveg eins og að einungis fæst ein tegund af keti í búðum, ein af fiski og ein af sælgæti. Kjánaumræða sem þetta nú er að vanda.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.1.2016 kl. 22:43

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorsteinn ert þú með einhverja aðra líklega lausn, heldur þú virkilega að hægt sé að bera áfengi og matvöru saman?  Þá ertu mun "stropaðri" en ég hafði ímyndað mér...........

Jóhann Elíasson, 18.1.2016 kl. 22:56

5 Smámynd: Steinarr Kr.

Verða ekki sérhæfðar áfengisverslanir hér eins og t.d. í London, þar sem hægt verður að fá 1000 tegundur af Whiskey, þó svo að Gull fáist í Bónus.

Og btw. Bónus er með stefnu að selja ekki tóbak, þeir gætu haft það um áfengi líka ef þeir kæra sig um.

Steinarr Kr. , 19.1.2016 kl. 11:38

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú heldur því fram, Jóhann, að ef markaðsöfl ráða hljóti úrval að minnka. Samkvæmt því ætti úrval að vera afar lítið þar sem markaðsöfl ráða. En þetta er rangt, líkt og sjá má þegar litið er til úrvals af varningi þar sem markaðsöfl ráða. Sé svo að þú þekkir til einhverra sérlögmála varðandi þetta sem snúa einvörðungu að víni og bjór væri ánægjulegt ef þú deildir þeirri þekkingu þinni með oss fávísum. Sé svo ekki er þér ráðlegast að sætta þig við að þú hefur rangt fyrir þér.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2016 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband