Uppboðsleiðin í áfengi, ekki í sjávarútvegi

Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmi Árnasyni og fleirum, finnst sjálfsagt að fara uppboðsleiðina í áfengissölu - leyfa markaðnum að ráða hvernig og hvar fólk nær sér í áfengi.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur meðtalinn, eru á hinn bóginn ekki hlynntir uppboðsleiðinni í sjávarútvegi. Þar skal ríkið úthluta veiðikvóta án þess að markaðurinn ráði verðinu.

Rökin fyrir ríkissölu áfengis og kvótakerfinu eru í grunninn þau sömu. Heildarhagsmunir er settir ofar sérhagsmunum. Fyrirkomulag sem reynslan sýnir og staðfestir að virki á ekki að breyta. Allra síst ef maður er íhaldsmaður.

Ef Vilhjálmur og félagar í Sjálfstæðisflokknum hleypa markaðnum lausum á lýðheilsu landsmanna er hætt við að frjáls markaður éti upp sitthvað fleira. Til dæmis fylgi Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Sömdu Hagar frumvarpið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vesen á veröld - líka í besta landi í heimi

Noregur er besta land í heimi að búa í síðustu fimm ár. skv. alþjóðlegum samanburði. Þegar flótti er brostinn á íbúa besta lands í heimi er ekki kyn að annað sé i ólagi á henni veröld.

Nokkrir rauðir dagar í kauphöllum fá vinstrisinnaða hagspekúlanta til að sjá svart. Þjóðverjar óttast að stjórnmálahreyfingin PEGIDA sé nýja normið í evrópupólitík. Herskáir múslímar gera sig gildandi í Afríku sunnan Sahara en þar ætla Bandaríkin að byggja upp viðveru, með kunnum afleiðingum.

Af Kínverjum eru þær fréttir (óstaðfestar) að þeir hyggist styðja Rússa í baráttunni við Ríki íslams í Sýrlandi og Írak en það eru ábyggilega verstu löndin að búa í.

Í gamla daga bárust færri og slitróttari fréttir af framgangi heimsmála. Tilveran var einfaldari en vafamál er hvort heimurinn hafi verið betri.


mbl.is Aldrei hafa fleiri flutt frá Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmenn á síldarplani

Samsetningin ,,starfsmaður á plani" er líklega komið frá síldarplani, þ.e. sléttu svæði þar sem síld var söltuð í tunnur. Ólíkt fólki í síldarvinnslu bjuggu verðbréfadrengir ekki til nein verðmæti - þeir söltuðu hvorki í tunnur né frystu fisk eða söltuðu.

Drengirnir í verðbréfaviðskiptum framleiddu tölur í gerviheimi rafrænna viðskipta og þáðu milljónir og milljónatugi fyrir.

Afsökunin ,,starfsmaður á plani" á ekki við heldur þessi: ,,græðgisvæddur og dómgreindarlaus og hugsaði um það eitt að fá bónusinn."


mbl.is Dægurmenningin slæðist í dómsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband