Auðmenn á síldarplani

Samsetningin ,,starfsmaður á plani" er líklega komið frá síldarplani, þ.e. sléttu svæði þar sem síld var söltuð í tunnur. Ólíkt fólki í síldarvinnslu bjuggu verðbréfadrengir ekki til nein verðmæti - þeir söltuðu hvorki í tunnur né frystu fisk eða söltuðu.

Drengirnir í verðbréfaviðskiptum framleiddu tölur í gerviheimi rafrænna viðskipta og þáðu milljónir og milljónatugi fyrir.

Afsökunin ,,starfsmaður á plani" á ekki við heldur þessi: ,,græðgisvæddur og dómgreindarlaus og hugsaði um það eitt að fá bónusinn."


mbl.is Dægurmenningin slæðist í dómsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Mikið rétt græðgisvæddir og dómgreindarlausir þeir félagar. Þeim hlýtur að þykja vænt um Jón Ásgeir sem hefur fjölmiðill til að beita sér fyrir þá. Undarlegt að hann skuli ekki fá neina dóma.

Filippus Jóhannsson, 17.1.2016 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband