Auðmanna-Eyjan: flöggun og þöggun fjölmiðla

Auðmenn keyptu sér á dögum útrásar fjölmiðla til að flagga þeim málum sem komu málstað auðmanna vel en þagga niður gagnrýna umræðu. Eyjan er auðmannamiðill sem stundar þessa flöggun/þöggun blaðamennsku.

Eyjan klappar þann stein að réttarríkið hafi brugðist auðmönnum. Eyjan hleypur til þegar þeim bætist liðsmaður í baráttunni fyrir málstað auðmanna, t.d. varaþingmaður Samfylkingar.

Réttarríkið afgreiðir mál auðmanna samkvæmt viðurkenndum reglum. Auðmennirnir sjálfir eru á hinn bóginn vanir að fá sitt fram og ýmist flagga eða þagga mál með aðstoð almannatengla og fjölmiðla.

 

 


mbl.is Fjölmiðlar að undirbúa fár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðmundur Andri og moska fyrir kvenhatur

Góða fólkið er orðið að pólitísku hugtaki um fólk tilbúið að segja öðrum fyrir verkum í nafni þeirrar tískuhugmyndafræði sem á upp á pallborðið í það og það skiptið. Eitt einkenni góða fólksins er að lætur fremur stjórnast af óskhyggju en raunsæi.

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur tekur upp hanskann fyrir góða fólkið og býr til andstæðu þess: óða fólkið.

Óða fólkið, segir Guðundur Andri, er á móti moskum og flutningi Vatnsmýrarflugvallar, en góða fólkið er fylgjandi hvorttveggja.

Óða fólkið, segir Guðmundur Andri, er líka múslímsku karlarnir sem niðurlægðu konur í Köln.

En bíðum við: góða fólkið vill sem sagt byggja mosku í Reykjavík til að efla múslímsku trúarmenninguna sem skipar konum á óæðri bekk.

Góða fólkið getur ekki byggt mosku yfir kvenhatur en jafnframt þóst bera kynjajafnrétti fyrir brjósti. Mótsögnin er of augljós til að blekkja aðra en þá hatrömmustu í röðum góða fólksins.

 


Staðgenglastríð Írana og Sáda - vandi múslíma

Í Jemen heyja stórveldi miðausturlanda, íran og Sádi-Arabía, staðgenglastríð. Hvort um sig stórveldið styður andstæða keppinauta um völdin í smáríkinu.

Íran er forysturíki sjítamúslíma en Sádar súnnímúslíma. Utanríkisráðherra írans veitir innsýn í samkeppni stórvelda múslíma með grein í New York Times. Þar fordæmir hann miðaldaháttu Sáda sem taka menn af lífi á opinberum svæðum með sveðju.

Íran hefur ekki þótt barnanna best í umgengni við mannréttindi. Landi er nýkomið inn úr kuldanum eftir samninga við alþjóðasamfélagið um að smíða ekki gereyðingarvopn úr kjarnorku.

Sádí-Arabía er helsti skjölstæðingur vesturveldanna meðal múslímaríkja í miðausturlöndum. Íranir njóta á móti stuðnings Rússa.

Uppgjör múslímsku stórveldanna mun taka áratugi fremur en ár.

 


mbl.is Loftárás á sjúkrahús í Jemen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband