Árna Páll tapar á Íslandi, réttir hlut sinn í Brussel

Formaður Samfylkingar sækir afl til Evrópusambandsins til að ómerkja ákvarðanir íslenskra stjórnvalda. Árni Páll Árnason gengur fram fyrir skjöldu sem útsendari Brusselvaldsins á Íslandi og boðar innleiðingu Íslands í sambandið sem líkt er við brennandi hótel.

Síðast þegar íslenskir liðsoddar gengu í hópum erlendu valdi á hönd endaði það með Gamla sáttmála og 700 ára útlendum yfirráðum yfir landi og þjóð.

En Árni Páll er einn í Brussel. Skemmdasta eplið í eplatunnu íslenskra stjórnmála á sér framtíð í höfuðborg Evrópusambandsins en ekki á Íslandi. 


mbl.is Leitar liðsinnis innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti blaðamaður Fréttablaðsins

Besti blaðamaður Fréttablaðsins samlas nýgenginn hæstaréttardóm við varnartexta eiginkonu Ólafs Ólafssonar auðmanns þar sem því er haldið fram að framið hafi verið dómsmorð á auðmanninum. Eiginkonan staðhæfir að annar Ólafur en eiginmaðurinn sé sökunautur. Hún fékk birta greinina í Fréttablaðinu og fréttauppslátt ritstjórnar á forsíðu þar sem tekið er undir málflutninginn.

Besti blaðamaður Fréttablaðsins spyr eiginkonuna sjö spurninga í framhaldi af samlestri dóms og texta eiginkonunnar. Sú fyrsta er þessi:

1. Í símtali sem þú vitnar til í grein þinni segir þú að verið sé að tala um Ólaf Arinbjörn, lögmann hjá Logos, en ekki eiginmann þinn, Ólaf Ólafsson, og þú birtir svo hluta úr símtalinu máli þínu til stuðnings.
Mig langar hins vegar að birta þann hluta símtalsins sem þú birtir EKKI en hann er svohljóðandi:

„…já, sem það og er sko, af því mér skilst að Ólafur náttúrulega á að fá sinn part af kökunni sko.“

Um HVAÐA ÓLAF er verið að ræða hérna ,Ingibjörg? átti Ólafur Arinbjörn hjá Logos að fá „sinn part af kökunni“?

Síðasta spurningin er svohljóðandi:

7. Fram kom fyrir dómi að eiginmaður þinn, Ólafur Ólafsson, hafi persónulega greitt mörg hundruð milljónir króna í vexti af láni til Al Thanis. Ef eiginmaður þinn kom hvergi nálægt þessum hlutabréfakaupum Sjeiks Al Thani eins og þið hjónin viljið halda fram, af hverju er þá Ólafur Ólafsson, eiginmaður þinn, að greiða vexti fyrir einn ríkasta mann í heimi, þar sem þetta voru hans persónulegu hlutabréfakaup í Kaupþingi banka en ekki ykkar hjóna?

Besti blaðamaður Fréttablaðsins spyr spurninga. Hann heitir Jón Gerald Sullenberger og er matvörukaupmaður að aðalstarfi.

Aðrir blaðamenn Fréttablaðsins taka á móti fréttatilkynningum almannatengla og aðsendum greinum auðmanna og aðilum þeim tengdum og gera úr þeim fréttauppslátt. Þeir eru á launum hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni - en besti blaðamaðurinn ekki.

 

 


Konan í baðkari Hitlers

Hitler skaut sig á þessum dagi fyrir 70 árum í neðanjarðarbyrgi í Berlín. Sunnar í Þýskalandi, í München, fylgdi bandarískur ljósmyndari slóð hermanna sem lögðu undir borgina þar sem Hitler stóð fyrir bjórkjallarauppreisninni snemma á framabrautinni.

Ljósmyndarinn Lee Miller var fyrirsæta úr New York en skipti um tökustöðu í stríðinu og myndaði loftárásir Þjóðverja í London, þar sem hún bjó í upphafi stríðs. Hún fylgdi bandaríska hernum inn í Evrópu frá ströndum Normandí.

Dachau búðirnar eru við þorp utan við München. Miller heimsótti búðirnar þessa vordaga í Bæjaralandi og sá vannærð lík á víð og dreif. Í borginni fékk hún íbúð til afnota sem reyndist vera einkaíbúð foringjans.

Ljósmynd er af Miller í baðkari Hitlers í Prinzenregentplatz 27 með foringjann í ramma á syllu baðkersins. Stígvélin sem gengu um grundir Dachau standa á mottu fyrir framan baðkarið.

Þýska tímaritið Spiegel segir frá lífi og starfi Miller. Þar kemur fram að hún var kynferðislega misnotuð í æsku og glímdi við þunglyndi eftir stríð en fann hugarró í eldamennsku. Tímaritið segir þessa setningu um samband Miller og Þjóðverja: ,,Hún byrjaði að hata Þjóðverja þegar hún fylgdist með loftárásum þeirra á London. Eftir að hún varð stríðsljósmyndari jókst hatrið."

Konan í baðkari Hitlers dó í Englandi 1977, sjötug að aldri.

 


Bloggfærslur 30. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband