Píratar í vinstriblokkinni

Píratar, sem mælast stærsti flokkur landsins í könnun eftir könnun, ganga í eina sæng með Vinstri grænum og Samfylkingunni og boða eyðslufjárlög.

Yfirlýsing Pírata um að þeir séu vinstriflokkur sætir nokkrum pólitískum tíðindum þegar 18 mánuðir eru til næstu þingkosninga.

Valkostir kjósenda vorið 2017 verða skýrir. Vinstriupplausn í efnahagsmálum með ESB-aðild á dagskrá annars vegar og hins vegar efnahagslegur stöðugleiki og fullveldi.


mbl.is 16 milljarðar út, 17 milljarðar inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálaflokkurinn, ríkislaun og frjálshyggjusósíalismi

Stjórnmálaflokkurinn, sem Staksteinar gera að umtalsefni í Morgunblaði dagsins, gæti fengið upp í hendurnar hugmyndafræði sem brúar bilið milli frjálshyggju og sósíalisma.

Staksteinar vísa í frétt um þá hugmynd finnskra stjórnvalda að láta alla Finna á lögræðisaldri fá laun frá ríkinu. Hugmyndin fær umræðu hjá hægrimönnum sem telja hana áhugaverðan valkost við yfirþyrmandi afskipti ríkisvaldsins. Jeremy Warner á Telegraph finnur til að mynda stuðning við ríkislaun hjá Friedrich Hayek, höfuðpostula frjálshyggjunnar.

Ekki aðeins að frjálshyggjan sé að gera nýjar uppgötvanir þá er sósíalisminn að fá endurkomu. Nýkomin er út bókin Sósíalismi, tilraun til nútímavæðingar eftir Axel Honneth. Bókin fær jákvæða umsögn í hægripressunni

Stjórnmálaflokkurinn gæti fengið glænýtt sett af stefnumálum að setja á dagskrá til að mæta vandanum sem ofgnóttin hér á landi veldur. Spurningin er aðeins hvaða flokksbrot Stjórnmálaflokksins tekur sneggsta viðbragðið.


Trump: engir múslímar til Ameríku

Donald Trump vill banna múslímum að koma til Ameríku þangað til raunhæfar lausnir eru fundnar á múslímafasismanum sem m.a. leiddi til fjöldamorða í Kaliforníu fyrir skemmstu. Í Frakklandi skora sórt flokkar andsnúnir innflytjendum, einmitt vegna hryðjuverka öfgamúslíma.

Baráttan gegn öfgamúslímum færist óðum á stigið annað hvort eða. Hófsöm millileið verður vandrataðri.

Að hluta er það vegna ógn öfgamúslíma er lífshættuleg; hryðjuverkin drepa saklaust fólk. Það kallar á afgerandi svör, samanber yfirlýsingu Trump. Í annan stað eru hófsamir múslímar afskaplega hljóðlátir um hryðjuverkin sem framin eru í nafni trúarinnar.

Öfgatrúin er fjármögnuð af helsta bandamanni vestrænna ríkja í mið-austurlöndum, Sádi-Arabíu, eins og kemur fram í gagnrýni Sigmar Gabriel. Það veit ekki á að undið verði ofan af öfgunum í næstu framtíð.


mbl.is Sakar Sádi Arabíu um að fjármagna öfga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband