Velferð, markaður og mennska

Velferðarríkið er risavaxið samtryggingakerfi sem millifærir peninga frá vinnandi fólki til kerfa sem þjónusta almenning á sviði heilbrigðis, löggæslu, menntunar, félagsþjónustu og innviða.

Ofan á reglulega starfsemi bætist eftirlits- og umsýslukerfi með velferðarríkinu er víðtæk og eftir því dýr í rekstri.

Eflaust væri hægt að einfalda þessi kerfi og greiða út tiltekna fjárhæð á einstakling á mánuði sem yrði n.k. samtryggingarframlag. Önnur útfærsla væri að lækka skatta.

Sú hugsun að markaðurinn útvegi þjónustu í stað þeirrar sem ríkið veitir núna gæti litið vel út á pappír (eða excel-skjali) en tæplega í reynd. Markaðurinn telur krónur en er ónæmur á mennskuna, sem felst í því að hjálpa þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir.


mbl.is Fá allir 800 evrur skattfrjálst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múslímskt réttlæti: grýtt til bana vegna framhjáhalds

Í Sádí-Arabíu eru konur dæmdar til að vera grýttar til dauða, fái þær dóm fyrir hjúskaparbrot. Sádí-Arabía stundar ríkisrekna miðaldatúlkun á texta spámannsins og trúarlög eru viðurkennd landslög.

Sádar stunda skipulagðan og stórfelldan útflutning á miðaldaboðskap sem nærir trúaröfga og hryðjuverkamenn nota til réttlætingar á voðaverkum gegn saklausum. Sigmar Gabríel, varakanslari Þýskalands og leiðtogi sósíaldemókrata þar í landi, er einn af mörgum sem fordæma útflutning Sáda.

Á Íslandi ætlar góða fólkið að leyfa byggingu mosku fyrir sádí-arabískt fé, rétt eins og um væri að ræða skátaheimili.


mbl.is Verður grýtt til bana fyrir hjúskaparbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattalækkun á SA forsenda kauphækkunar ASÍ

Samtök atvinnulífsins og ASí eru ekki ríkisstjórnin í landinu en haga sér engu að síður þannig.

Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri SA, [segir] að enn eigi eft­ir að semja við ASÍ á grund­velli SALEK-sam­komu­lags­ins og að SA treysti sér ekki til að ganga til samn­inga fyrr en búið sé að ganga frá sam­komu­lagi við stjórn­völd um nauðsyn­leg­ar mót­vægisaðgerðir.

Þessar ,,nauðsynlegu mótvægisaðgerðir" Þorsteins eru skattalækkun á fyrirtæki. Ríkið á sem sagt að niðurgreiða launagreiðslur einkafyrirtækja.

Hugmyndin að baki svokallaðri SALEK-vinnu er jákvæð, að gera launakjör gegnsæ og ná víðtækri sátt um launastefnu á einkamarkaði og hjá hinu opinbera.

En SALEK-hópurinn tekur sér ekki vald til að stýra ríkisfjármálum. Það er of langt gengið.


mbl.is „Staðan er gríðarlega alvarleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband