Allir ánægðir með forsetann - nema vinstrimenn

Píratar, hægrimenn og ópólitískir eru allir ánægðir með Ólaf Ragnar Grímsson í starfi forseta. Einu pólitísku afbrigðin sem eru ósáttir við forsetann eru stuðningsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna.

41 prósent stuðningsfólks Pírata er ánægt með störf Ólafs Ragnars, en 32 prósent óánægt. Dyggustu stuðningsmenn forsetans koma úr röðum framsóknarmanna, 81 prósent ánægja er með forseta lýðveldisins þar á bæ. Ánægjuhlutfall sjálfstæðismanna er 66 prósent. Þá er afgerandi stuðningur við Ólaf Ragnar meðal þeirra sem standa utan stuðningsmanna flokka og framboða.

Óánægjan með Ólaf Ragnar er bundin við stuðningsmenn Samfylkingar, 55 prósent, og Vg, 49 prósent.

Vinstrimenn fyrirgefa Ólafi Ragnari ekki að senda Icesave-lögin tvisvar í þjóðaratkvæði þar sem almenningur rassskellti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og gerði hana óstarfhæfa.

 


mbl.is 47,8% ánægð með störf forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðmenningastríð, trúarmenning og snjallvald

Stríðið við Íslamska ríkið er barátta siðmenninga, líkt og Samúel P. Huntington forskrifaði í lok kalda stríðsins. Ríki íslams sækir réttlætingu sína í súnníútgáfu múslímatrúar, sem er ráðandi meðal múslíma, en hún boðar að trúaðir skulu drottna yfir vantrúuðum. Veraldleg hófsemd, sem kristni fóstrar, er víðs fjarri trúarspeki súnna.

Trú er réttlætingin en tilefni hermanna múslímsku fasistanna til að gefa sig í baráttuna eru af margvíslegum toga, segja þeir sem hitt hafa þá að máli, t.d. Martin Chulov.

Sérfræðingar i hernaði telja baráttuna gegn Ríki íslam aðeins að hluta hernaðarlega. Bandaríski eftirlaunaherforinginn James Stavridis segir í grein í Foreign Affairs að úrslit átakanna við Ríki íslam ráðist með snjallvaldi. Með snjallvaldi er átt við aðgerðir til að vinna hug og hjörtu andstæðingsins. Stavridis nefnir nokkrar sem eru tækilegar í eðli sínu s.s. að skipuleggja alþjóðlega umgjörð friðar í miðausturlöndum og tryggja atvinnuframboð þannig að fólk geti orðið matvinnungar og tileinkað sér lífstíl þeirra sem fá fast kaup.

Stóra verkefni snjallvaldsins, segir Stavridis, er að sigra íslamistana á markaðstorgi hugmyndanna. Þótt hægt sé að taka undir með eftirlaunaherforingjanum, að vesturlönd verði að reyna að fá róttæka múslíma til að gerast hófsamir, þá er nokkur bjartsýni að ætla snjallvaldi að trompa 1500 ára trúarmenningu.

Huntington benti á í sinni grein að maður getur verið að hálfu Frakki og að hálfu arabískur. En það er enginn að hálfu kristinn og að hálfu múslímskur. Harla litlar líkur eru á því að vestrænt snjallvald hreyfi við trúarsannfæringu margra múslíma. Ríkjandi súnníútgáfa múslíma er töluvert fjarlæg kristnu menningunni sem bjó til hugmyndina um snjallvald.

 


mbl.is Íraska fánanum flaggað í Ramadi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran og óhamingja ESB

Evran átti að bæta upp skort á hagfræðilegri undirstöðu með vera pólitískur hvati til hraðari samruna ESB-ríkja. Samkvæmt Valdis Dombrovskis, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og yfirmann peningamála, er evran ekki lengur hvati til samruna heldur dragbítur.

Evran leikur efnahagskerfi ríkja grátt, jafnvel þeirra sem fylgja forskriftinni, samanber Finnland.

Eini möguleiki evrunnar til að virka sem gjaldmiðill er að stofnað verði til Stór-Evrópu, evrópsks sambandsríkis sem myndi starfa á líkum grunni og Bandaríkin. Í Evrópu er enginn áhugi á slíku sambandsríki og þess vegna á evran enga framtíð fyrir sér.


mbl.is Evran ekki eins aðlaðandi og áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband