Línurit um evruna sem söguleg mistök

Uppsláttarfrétt Die Welt í morgun er að Finnar telji evruna söguleg mistök. Með fréttinni er sláandi línurit sem sýnir þrjár kreppur í finnskri efnahagssögu.

Með sjálfstæðum gjaldmiðli unnu Finnar sig hratt og vel úr tveim kreppum. Þriðja kreppan, sem nú stendur yfir, er til muna verri en hin tvær - enda Finnar bundnir í báða skó með evru sem gjaldmiðil.

Finnar horfa öfundaraugum til Svía. Efnahagskerfi Svía hefur frá kreppuárin 2008 vaxið um átta prósent, þökk sé sjálfstæðum gjaldmiðli. Á sama tíma hefur orðið sex prósent samdráttur í efnahagskerfi Finna.

Paul Krugman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði talar enga tæpitungu: Finnar áttu aldrei að taka upp evru. Því miður fyrir þá er hægara sagt en gert að hverfa úr evru-samstarfinu.


mbl.is Hefðu aldrei átt að taka upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband