Jón Ásgeir dragbítur á Fréttablaðið/365-miðla

Ef Jón Ásgeir Jóhannesson, með sinn feril frá útrás til sérstaks saksóknara, ætti ekki Fréttablaðið/365-miðla væri sennilega enn verr komið fyrir RÚV en raun er á.

Ritstjóri Jóns Ásgeirs, Kristín Þorsteinsdóttir, skrifar leiðara um ánauð landsmanna af RÚV. Flest er þar maklega sagt.

En þegar fólk veltir fyrir sér valkostunum, RÚV eða Jóns Ásgeirs-miðlar, ber RÚV af eins og gull af eiri.

 


Frjálslynda velferðarsamfélagið þolir ekki fjölmenningu

Frjálslynda velferðasamfélagið byggir á einsleitni þjóðmenningar þar sem traust og samstaða ríkir. Þótt bótsvindl þekkist er allur almenningur meðvitaður um að opinber þjónusta er greidd af almannafé og þegnskapur að fara vel með.

Í fjölmenningarsamfélagi, þar sem ólíkir menningarhópar eru hvattir til að rækta sinn menningararf og iðka sínar venjur, er nær ómögulegt að reka velferðarsamfélag.

Danir, og raunar mörg önnur ríki í Vestur-Evrópu, standa frammi fyrir vali. Annað tveggja að afleggja velferðarsamfélagið eða steypa fjölmenningunni í þjóðmenningu. Allur þorri almennings er á móti fyrri kostinum og þann seinni tekur nokkrar kynslóðir að framkvæmd.

Á meðan ætla Danir að hirða fémæti af flóttamönnum þannig að þeir falli að dönsku þjóðmenningunni, en víki frá hefðum heimahaganna þar sem einn fugl í hendi er betri en tveir í skógi.


mbl.is Snýst ekki um demanta og skart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slátrun í Sýrlandi - spurningin er hver hverjum

Alavítar eru um 12 prósent Sýrlendinga. Assad-feðgar eru alavítar og ráðandi í Sýrlandi í bráðum hálfa öld. Ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, Laurent Fabius, segir um Assad forseta:

„Hvernig get­ur þessi maður sam­einað þjóð sem hann hef­ur að að hluta slátrað? Sú hug­mynd að hann bjóði sig aft­ur fram í kosn­ing­um er óá­sætt­an­leg.“

Ef Assad hrekst frá völdum verður alavítum slátrað af súnnum, fái þeir völdin í Sýrlandi. Aðrir minnihlutahópar eru Kúrdar, Drúsar, kristnir Arabar, Túrkmenar, Armenar og fleiri.

Engin leið er að stjórna Sýrlandi nema einn hópur sitji yfir hlut annarra. Spurningin er aðeins hvaða hópur það eigi að vera.


mbl.is Hvergi minnst á Assad í ályktun ráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband