Frjálslynda velferðarsamfélagið þolir ekki fjölmenningu

Frjálslynda velferðasamfélagið byggir á einsleitni þjóðmenningar þar sem traust og samstaða ríkir. Þótt bótsvindl þekkist er allur almenningur meðvitaður um að opinber þjónusta er greidd af almannafé og þegnskapur að fara vel með.

Í fjölmenningarsamfélagi, þar sem ólíkir menningarhópar eru hvattir til að rækta sinn menningararf og iðka sínar venjur, er nær ómögulegt að reka velferðarsamfélag.

Danir, og raunar mörg önnur ríki í Vestur-Evrópu, standa frammi fyrir vali. Annað tveggja að afleggja velferðarsamfélagið eða steypa fjölmenningunni í þjóðmenningu. Allur þorri almennings er á móti fyrri kostinum og þann seinni tekur nokkrar kynslóðir að framkvæmd.

Á meðan ætla Danir að hirða fémæti af flóttamönnum þannig að þeir falli að dönsku þjóðmenningunni, en víki frá hefðum heimahaganna þar sem einn fugl í hendi er betri en tveir í skógi.


mbl.is Snýst ekki um demanta og skart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband