Blóð, olía og stórveldapólitík

Ótti Vesturlanda er að borgarastríðið í Írak hækki olíuverð sem geri út af við veiklulegan efnahagsbata. Á meðan Írakar berast á banaspjótum deila stórveldin um ábyrgðina. Bandaríkjamenn eru helstu gerendurnir í Mið-Austurlöndum síðasta áratuginn og eru þægilegur skotspónn.

Önnur stórveldi en Bandaríkin drógu upp landamæri núverandi ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs. Bretar, Frakkar og í minna mæli Ítalir, Þjóðverjar og Rússar eru helstu höfundar ríkjanna sem núna eru að liðast í sundur, þ.e. Sýrlands og Írak. Evrópsku stórveldin í lok 19. aldar bjuggu til ríkin í Mið-Austurlöndum þegar gamla stórveldi Tyrkja skrapp saman.

Bandaríkin steyptu Saddam Hussein af stóli á röngum forsendum - hann átti engin gereyðingarvopn. En Saddam var viðurkenndur harðstjórni sem beitti efnavopnum á samlanda sína og var sjálfstæð uppspretta óstöðugleika í þessum heimshluta. Þeir sem segja ,,misheppnað" að velta Saddam af valdastóli eru komnir í vörn fyrir harðstjóra. 

Stórveldapólitík í dag er ekki hótinu betri en hún var fyrir hundrað árum. Allar eru á því að ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs eigi eftir að versna töluvert áður en nýtt jafnvægisástand finnst. 

 

 


mbl.is Innrásin „misheppnaðist algjörlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn til fortíðar

Íslandi vegnar vel eftir hrun. Kennitölur efnahagslífsins eru betri hér en í flestum nágrannaríkjum og miklu betri en í jaðarríkjum Evrópusambandsins. Engu að síður telja sumir að hag Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins.

Benedikt Jóhannesson fer fyrir hópi sjálfstæðismanna sem freista þess að stofna stjórnmálaflokk utan um kröfuna að Ísland verði aðildarríki Evrópusambandsins. Á undirbúningsfundi í gær sagði Benedikt að nýi  flokkurinn yrði framtíðarflokkur en ekki flokkur fortíðar eins og núverandi ríkisstjórnarflokkar.

Vinnuheiti flokks Benedikts og félaga er Viðreisn, sem vísar til viðreisnarríkisstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks á sjöunda áratug síðustu aldar. Óskaríkisstjórn ESB-sinna er einmitt samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Viðreisnarpælingin er orðin úrelt áður en flokkurinn er stofnaður. Björt framtíð er búin að skáka Samfylkingunni sem helsti samstarfskostur Sjálfstæðisflokksins að Framsóknarflokknum frátöldum.

Björt framtíð rekur kósí-stjórnmál og gefur tóninn um hvernig eigi að ná árangri í valdapólitík. Það er ekki pláss nema fyrir einn kósi-flokk. Viðreisn Benedikts og félaga er orðin fortíð áður en flokkurinn er stofnaður. Og það er nokkurt afrek.  

 


Bloggfærslur 12. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband