Vigdís er alvöru, femínistar eru til skrauts

Vigdís Hauksdóttir er alvöru stjórnmálamaður sem stendur körlum jafnfætis. Varaformaður Samfylkingar, Katrín Júlíusdóttir, er meira femíniskt skraut fremur en stjórnmálamaður á pari við karlmenn.

Þetta er niðurstaðan af samanburði á viðbrögðum við því þegar Steingrímur J. sagði Vigdísi að þegja annars vegar og hins vegar er Bjarni Ben. bað Katrínu að róa sig.

Þegar Vigdís var fyrir árás frá alræmdum karlpungi þögðu femínistar þunnu hljóði. En þegar alkunnur ljúflingur andaði á Katrínu ætlaði allt um koll að keyra.

Femínismi er mest brandari.


Obama stjórnar Evrópu; Merkel vildi ekki sjálfsmorð

Barak Obama Bandaríkjaforseti var í forsæti á fundi í franska kvikmyndabænum Cannes í nóvember 2011 þegar evru-kreppan var við það að brjóta Evrópusambandið í sína upphaflegu þjóðríkjabúta. Leiðtogar ESB voru ráðalausir eins og þeir voru örvæntingafullir.

Á fundinum sagðist Angela Merkel ekki fremja pólitískt sjálfsmorð með því að fara gegn ráðum þýska seðlabankans við lausn evru-kreppunnar. Hvöss skoðanaskipti milli Obama og Merkel leiddu ekki til niðurstöðu. Eftir fundinn tók Obama utan um Merkel til að hugga hana. Augnablikið náðist á ljósmynd sem endurbirt er í greinarflokki FT um evru-kreppuna.

Merkel framdi ekki pólitískt sjálfsmorð en hún tók þátt í því með Frakklandsforseta að velta úr valdastól tveim forsætisráðherrum í Suður-Evrópu; Papandreou í Grikklandi og Berlusconi á Ítalíu. Félagarnir voru ekki nógu leiðitamir og móuðust við ákvörðunum teknum á vettvangi ESB - en af Merkel og Sarkozy, þáverandi Frakklandsforseta.

Greinarflokkur FT veitir innsýn í stjórnmál Evrópusambandsins; hve veik og ruglingsleg ákvarðanataka er og hve lítt hirt er um lýðræðislegar meginreglur; svo sem að lýðræðislega kjörnir leiðtogar þjóðríkja skuli halda embættum sínum þótt þeir lendi upp á kant við máttarvöldin í Brussel.

Evrópusambandið er ekki góður staður til að vera á fyrir þjóðir sem einhvers meta fullveldi sitt og sjálfsákvörðunarrétt.


Fyrirtæki er samfélag

Flestir fallast á að yfirmenn skuli hærra launaðir en undirmenn; forstjóri fái hærri laun en sá sem starfar á gólfinu. Aftur er engin sátt um hver launamunurinn eigi að vera innbyrðis á milli launþega, millistjórnenda og æðstu stjórnar.

Ekki aðeins er deilt um launakökuna heldur einnig um hagnaðinn; hve stór hluti hagnaðarins skuli fara í hærri laun og hve stór til hluthafa og/eða fjárfestinga.

Gamla skiptakerfið í sjávarútvegi þar sem háseti fékk sinn hlut, skipstjóri tvo hluti og með sambærilegum hætti fékk útgerðin sitt var með þann kost að heildarverðmætum aflans var skipt með fyrirfram ákveðnum hætti. Hlutaskiptakerfið i sjávarútvegi varð til vegna þess að útgerðin var samfélag sjómanna, formanna og eiganda. Án þessa samfélags var einfaldlega ekki hægt að gera út.

Þótt launakjör í landi séu sjaldnast ákveðin með hlutaskiptum þá gildir forsendan fyrir skiptakerfinu um öll fyrirtæki, hvort heldur á landi, láði eða legi; þau eru samfélag starfsmanna, stjórnenda og eigenda.

Sameiginlegt verkefni samfélagsins sem myndar hvert fyrirtæki er að finna leiðir að skipta því sem til skiptanna er. Og í grunninn er það ekki svo flókið. 


mbl.is Icelandair móti kjörin til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband