Brussel slær vopnin úr höndum ESB-sinna

Evrópusambandið vill ekki að ríki haldi stöðu umsóknarríkis þegar það er ekki á leiðinni inn í sambandið. Þessi afstaða var útskýrð skýrt og skilmerkilega fyrir forsætisráðherra, eins og kom fram í Kastljósi.

ESB-sinnar á Íslandi byggja málflutning sinn á því að hægt sé að gera hlé á viðræðum og bíða færis að ræsa aðlögunarferlið ef þau undur og stórmerki gerðust að ESB-sinnar næðu meirihluta á alþingi. Sérstaklega er Samfylkingunni umhugað að láta svo líta út að umsóknin sé enn á lífi enda byggist tilvist flokksins á þeirri blekkingu.

En Evrópusambandið vill ekki samfylkingarhálfvelgju; annað tveggja eru ríki umsóknarríki og á leiðinni inn í sambandið eða ekki. Ísland getur ekki verið umsóknarríki enda pólitískur ómöguleiki að ríkisstjórn sem er andvíg aðild reyndi að halda áfram aðlögunarferli inn í ESB fyrir hönd þjóðar sem alls ekki vill verða aðili að Evrópusambandinu.
mbl.is Evrópusambandið vildi skýr svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Páll.

Ég hef ekki alltaf verið sammála þér um alla hluti. En þetta erum við að minnsta kosti fullkomlega sammála um. Það er einfaldlega óraunhæft að halda áfram ferli sem hvorugur þáttakandinn hefur áhuga á að haldi áfram.

 Bestu kveðjur. GÁ.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2014 kl. 23:14

2 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála ...

rhansen, 4.3.2014 kl. 23:19

3 Smámynd: Anna Ragnhildur

100% Sammala!!!

Anna Ragnhildur, 5.3.2014 kl. 03:44

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ESB hafði frumkvæði um að afturkalla aðlögunarstyrki sína (IPA). Er hæt að hafa það afdráttarlausara?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 05:35

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er Össur greinilega hættur að tala um undanþágur og fastur í sérlausnunum sem alfa og Omega þessa máls.

Sérlausnir eru tíundaðar í skýrslu utanríkismalanefndar um Evrópumál frá því 2009.

þar geta allir séð hvað Össur er að tala um a bls. 77 til ca. 85.

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/SkyrslaEvropunefndar-.pdf

Hann er þá hugsanlega að tala um tímabundnar serlausnir, því fátt annað kemur til greina. Þó eru örfáar varanlegri eða allavega ótimabundnar enn eins og sérlausn Dana og Svía sem heimilar þeim að banna sölu sumarbústaða til útlendinga. Nokkuð sem mig raunar minnir að sé leyft hér.

Það eru svo ákveðnar undanþágur til hirðingja á norðurslóðum sem stunda sjalfsþurftarbúskap, jú og undanþága fyrir Svía og Finna til að skilgreina ákveðin landbúnaðarsvæði og þar með hafa heimild til að styrkja þann landbúnað umfram heimildir sambansins.

Það er aldeilis munur ef við fengjum nú naðarsamæegt leyfi til að styrkja landbúnaðinn hér ein og okkur hugnast. Allt úr ríkissjóði að sjalfögðu. Mikil rausn það.

Það er annars skyldulesning að lesa um þessi umdeildu atriði, sem hafa þýrlað upp þessum moðreyk upp á síðkastið. Össur á aðeins eftir að éta þetta eina atriði ofan í sig og þarf kannski svolitla hjálp við það.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 06:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband