Sjálfstæðisflokkur stærstur meðal dverga

Sjálfstæðisflokkurinn var að meðaltali með liðlega 35 prósent fylgi árabilið 1963 til 2013, en fær aðeins að meðaltali rétt rúmlega 25 prósent fylgi síðustu tvennar kosningar. Styrmir Gunnarsson vekur athygli á þessum samanburði, sem kemur frá Óla Birni Kárasyni.

Sjálfstæðisflokkurinn skemmdist í útrásinni enda bar flokkurinn pólitíska ábyrgð á hruninu. Ráðningin sem kjósendur veittu flokknum í kosningunum 2009 gekk að nokkru leyti tilbaka í síðustu kosningum.

Kjósendur áttu við síðustu kosningar kost á tveim hægriflokkum. Framsóknarflokkurinn var trúverðugri en Sjálfstæðisflokkurinn á tveim mikilvægum sviðum: hörkunni gegn erlendum lánadrottnum, sbr. Icesave, og í andstöðunni við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

En þrátt fyrir minna fylgi en löngum áður er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur landsins, svo af ber, samkvæmt skoðanakönnunum síðustu missera. Framsóknarflokkurinn gaf eftir og fylgi vinstrimanna dreifist á marga flokka.

Það mun taka Sjálfstæðisflokkinn tíma að vinna tilbaka traustið sem glataðist í hruninu.

 


Læknabrandari um laun

Ekki fæst gefið upp hvað læknar eru með í laun og ekki heldur hverjar kaupkröfurnar eru. Samt kemur skoðanakönnun sem segir almenning styðja kröfur lækna.

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar eru læknar með á aðra og þriðju mílljón kr. í mánaðarlaun.

Ef fólk væri spurt hvort læknar ættu að hafa tvær milljónir kr. og upp úr í mánaðarlaun myndu fáir jánka því.


mbl.is Tæp 80% styðja kröfur lækna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB: eina leiðin er að svindla

Eina leiðin til að komast af sem aðildarríki Evrópusambandsins er að svindla. Þetta er meginboðskapur forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker.

Sem foræstisráherra og fjármálaráðherra Lúxemburg bjó Juncker til skattaskjól fyrir stórfyrirtæki með rekstur í öðrum ESB-ríkjum. Í skattaskjólið leituðu milljarðar ofan á milljaðra evra sem annars hefðu orðið skattfé almennings í öðrum ríkjum Evrópusambandsins.

Með því að Juncker mun sitja áfram sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, þrátt fyrir afhjúpun um svindl, sér Evrópusambandið í gegnum fingur sér þótt eitt ríki hirði skattfé annars með ósiðlegum ef ekki ólöglegum hætti.

Undirmál, lygar og kúgun eru daglegt brauð í Evrópusambandinu, eins og Írar kynntust eftir hrun.


mbl.is „Lúxemburg hafði engan annan kost“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband