ASÍ vill stjórna lýðveldinu, ræður ekki við eigin fyrirtæki

Alþýðusamband ísland, ASÍ, stjórnar í gegnum lífeyrissjóðina mörgum helstu fyrirtækjum landsins. ASÍ ræður ekki við það verkefni að setja skynsamlega stefnu í launamálum forstjóra fyrirtækja þar sem verkalýðshreyfingin er ráðandi hluthafi í gegnum lífeyrissjóði.

En ASÍ þykist þess umkomið að stjórna ríkisfjármálum betur en rétt kjörið alþingi.

Er ekki tímabært að ASÍ líti í eigin barm og fari með alkabænina? Sérstaklega þann hluta sem segir að maður skuli breyta því sem maður getur breytt en sætta sig við þá hluti sem ekki eru á færi manns að breyta.


mbl.is Snubbótt svar stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkurugl

Ef við höfum haft klukkuna rangt stillta í hálfa öld og ef það skipti einhverju mál þá ættu afleiðingarnar að vera löngu komnar i ljós. En það er ekkert til sem heitir rangt stillt klukka; vísindi tengd því hvort klukkan sé ,,rétt" einum klukkutíma fyrr eða seinna eru hjáfræði.

Klukkan ræður ekki svefntíma fólks og það ættu Íslendingar að vita manna best. Á sumrin mælir klukkan ekki lengur mun á dagsbirtu og myrkri þegar það er bjart allan sólarhringinn. Svefnvenjur fólks taka þó ekki stakkaskiptum eftir árstíð.

Ef eitthvað hefur virkað í hálfa öld þá á ekki að breyta því.

 


mbl.is Mjög brýnt að seinka klukkunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband