Föstudagur, 1. janúar 2010
Vinstri grænir halda sjó, Samfylking tapar
Skýringin á því að Samfylkingin tapar jafnt og þétt fylgi en Vinstri grænir halda sjó er sú að allsherjarredding Samfylkingar á öllum landsins vandamálum, umsókn um aðild að ESB, rakst á vegg veruleikans. Hvorki hækkaði gengið né varð Ísland endurreist í áliti á alþjóðavettvangi við að umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí.
Alþjóðasamfélagið leit á umsóknin sem örvæntingu þjóðar á barmi taugaáfalls. Greiningin var röng vegna þess að aðeins Samfylkiginin fór á taugum og kannski hluti þeirra kjósenda sem guldu Brusselflokknum atkvæði sitt í vor.
Fólk átta sig og það fjarar undan Samfylkingu.
Tæp 14% myndu skila auðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svakalega sammála þér um skilgreininguna um allherjarreddinguna, sem meðalfólk í pólitík þykist geta skilið....
Gestur Páll (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:24
Kjósendur hafa ekki viðunandi valkosti á borðinu. Það er nú bara heila málið. Sjálfstæðisflokkurinn er á hnjánum. Framsókn sligast undir eigin fortíð. Það er enginn góður kostur í boði.
Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 21:33
Páll Vihjálmsson
Þú ættir að lesa Jónas oftar !
Gullfiskaminnið hjá fólki í þessu landi , þegar kemur að uppgjöri við pólitík !
Eigum við ekki að sjá fram í febrúar, þegar og ef rannsóknaskýrslan verður birt ?
JR (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:34
BBC segja að Alþingi hafi samþykkt Icesave til að liðka fyrir inngöngu í ESB.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:46
Miðaldra, vandaðir og rólegir karlmenn á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa heyrzt segja að í dag sé einn stjórnmálaleiðtoga að finna á Alþingi. Sá heitir Steingrímur Sigfússon. Sem reglulegur kjósandi annars stjórnmálaflokks en flokksins hans undangengin þrjátíu ár, er þetta ansi hart við að búa. Og verra þykir mér að þessi fjandans skoðun virkar ekki út í hött!!
Flosi Kristjánsson, 1.1.2010 kl. 22:02
Og verra þykir mér að þessi fjandans skoðun virkar ekki út í hött!!
Þessi skoðun var í lagi fyrir apríl sl. en er núna fjandans skoðun og fjarstæða þvi Steingrímur J. Sigfússon hefur nú snúist algerlega og játast undir kúgun gegn erlendum veldum. Það gerir enginn sterkur stjórnmálamaður.
Elle_, 1.1.2010 kl. 22:28
Steingrímur er ótýndur lúði sem frekjast áfram í eigin flokki, sneyddur leiðtogahæfileikum. Hann er sko enginn Davíð.
Baldur Hermannsson, 1.1.2010 kl. 22:32
Auðvita verða flokkar óvinsælir þegar þeir taka ákvarðanir sem eru óvinsælar.
Að þeir þori því að taka svona ákvarðanir sýnir að þessi stjórn er til einhvers nýtt.
Það er nauðsynlegt að skrifa undir Icesave hvað sem flokkarnir sem settu okkur á hausinn segja.
Það er barnaskapur að halda að iceave hverfi ef við neitum að borga. Meginnþorrinn sem skrifar undir þessa áskorun hann heldur að hann sé að segja nei til Iceave með undirskrift. Veit ekki að þá verður bara gamli samningurinn virkur aftur.
Skrítið líka að heilu vinnustaðirnir hafi skrifað þarna inn? Mér sýnist að menn hafi komist yfir kennitölur stórra vinnustaða og skrifað inn alla þar?
Allir á mínum vinnustað eru skráðir þarna inn en helmingur þeirra eru Pólverjar og ekki skráði ég mig þarna inn?
fjölnir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 00:09
Auðvita verða flokkar óvinsælir þegar þeir taka ákvarðanir sem eru óvinsælar. Að þeir þori því að taka svona ákvarðanir sýnir að þessi stjórn er til einhvers nýtt.
Hljómar eins og Steingrímur J. sem hefur gersamlega snúist í málinu til að halda völdum. Stjórnin er handónýt. Það er ekkert erfitt að sættast á erfiðar ákvarðanir og taka þær. Það er útilokað að sættast á óréttlæti.
Það er nauðsynlegt að skrifa undir Icesave hvað sem flokkarnir sem settu okkur á hausinn segja.
Það er fásinna að skrifa undir ólöglega fjárkúgun og þ.a.l. EKKI nauðsynlegt að skrifa undir Icesave, hvað sem stjórnarliðar og stuðningsmenn þeirra eins þú segið. Þú skalt ekki halda fram neinum blekkingum og undirskrift undir fjárkúgun kemur fyrri flokkum bara ekkert við.
Það er barnaskapur að halda að iceave hverfi ef við neitum að borga.
Það er aumingjaskapur og barnaskapur að skrifa undir óendanlega og ólöglega fjárkúgun hvað sem þið stjórnarliðar og co. segið.
Elle_, 2.1.2010 kl. 00:25
Skrítið líka að heilu vinnustaðirnir hafi skrifað þarna inn? Mér sýnist að menn hafi komist yfir kennitölur stórra vinnustaða og skrifað inn alla þar?
Ómerkilegur áróður Icesave-stjórnar-manns að ætla að gera lítið úr undirskriftasöfnun fólks sem berst gegn kúgun. Okkur er alveg sama þó þú hafir ekki skrifað undir.
Elle_, 2.1.2010 kl. 00:49
Allar undirskriftir sem eru á einhvern hátt ógildar eru vinsaðar burt.
Baldur Hermannsson, 2.1.2010 kl. 01:14
Það sem er verst, að ríkisstarfsmenn og þeir sem eitthvað eru tengdir kerfinu, treysta sér ekki að skrifa undir InDefence vegna möguleika á eftirmála þess.
Stjórnmálamaður sem otar staðinn af lygum en að segja sannleikann getur aldrei talist til leiðtoga nema sérstöku félagi ósannindamanna.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.