Ríkisstjórnin viðurkennir forsetann sem leiðtoga

Ólafur Ragnar Grímsson setti saman ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, þegar hann fékk Framsóknarflokkinn til að veita starfsstjórninni hlutleysi. Viðbrögð Jóhönnu og Steingríms J. við umþóttun forseta sýna að þau viðurkenna forræði Ólafs Ragnars.

Það undirstrikar að Ólafur Ragnar hefur í hendi sér að synja lögunum staðfestingu án þess að espa meirihluta þingsins á móti sér. Stjórnin lúffar fyrir Ólafi Ragnari hvorttveggja vegna þess að hann er hönnuður ríkisstjórnarinnar og ekki síður vegur þungt að stjórnin veikluleg.

Fari Ólafur Ragnar ekki að þjóðarvilja í málinu er hann að samsama sig hryðjuverki veikrar ríkisstjórnar. Ekki beinlínis heppilegt fyrir forseta sem er í stórskuld við þjóðina.

Gleðilegt nýtt ár.


mbl.is Gerir ekki athugasemd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta er nú með því furðulegra.  Hvernig öðruvísi áttu þau að bregðast við og hvernig tengist það forræði forsetans.  Ekki er það háð afstöðu einstakra stjórnmálamanna þetta forræði forsetans. 

Jafnvel þótt Sjálfgræðismenn hafi haldið öðru fram á tíma fjölmiðlafrumvarpsins.  Þá sönnuðu þeir æ ofaní á, að eigin áliti, að forsetinn hefði ekkert neitunarvald og hefði ekkert með það að senda mál í þjóðaratkvæði.

Tilfallandi stjórnmálamenn ákveða ekki forræði forsetans.  Það gerir Stjórnarskráin.  Hún er merkilegra plagg en stjórnmálamennirnir, jafnvel þótt sjálfgræðismenn virðist álíta annað!

Auðun Gíslason, 31.12.2009 kl. 22:45

2 identicon

Treo. Það er lausnin við þessum skugga í höfðinu á þér, Auðun.

Gunnþór (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 03:48

3 identicon

Jarðfræðineminn og fyrrum flugfreyjan á mörkum eftirlauna grípa til enn einnar lyginnar svona á lokamínútu ársins.  Fullyrða að það er altítt og góð hefð fyrir að forsetar hafi tekið sér umþóknunartíma til að undirrita lagfrumvörp. 

Engin hefur gert slíkt nema Ólafur í sumar þegar frumvarpið kom til undirritunar, nema Vigdís í einhverja klukkutíma í flugfreyjuverkafallinu forðum.  Etv. er það Jóhönnu svo minnisstætt og Steingrímur greyið étur upp bullið í henni?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 15:09

4 identicon

Auðunn.  Endilega sýndu þá lágmarks kurteisi að finna orðum þínum stað og leggja fram heimildir úr stjórnarskrá sem taka af allan vafa.  Ætla þakka þér sem enn einn "alfræðing" 30% þjóðarinnar (sem hefur mest mælst sem andsnúinn þjóðaratkvæðagreiðslu um málið), að gera okkur hinum meirihlutann 70% sem viljum fá að hafa seinasta orðið um samninginn, grein fyrir hversu gott það er að líta ekki á okkur sem "alfræðinga" og hvað þá sérfræðinga í einhverju sem við höfum ekki neina þekkingu á.  Ef gengið verður á rétt mikils meirihluta þjóðarinnar, er borin von um annað en að þjóðin skiptir sér í 2 misstórar fylkingar og fyrir endann á slíku er erfitt að spá.  Þeir stjórnarliðar sem nú þegar hafa svikið þjóðina munu aldrei eiga möguleika á uppreistri æru.  Þeir frömdu sitt pólitíska fjöldasjálfsmorð þó svo að þjóðaratkvæðagreiðslan eigi eftir að sýna óumdeilanlega andstöðu þjóðarinnar við samningshörmunginni og landráðstilrauninni.  Það er það eina jákvæða sem hefur komið út úr þessu ennþá.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband