Forsetahálmstráið

Sjaldan hafa jafn margir bundið jafn miklar vonir við mann sem er jafn ólíklegur að standa undir væntingum og forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson.
mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það verður að segjast eins og er að hann er ólíkindatól.

En ef hann samþykkir þetta sem lög er hann alls ekki samkvæmur sjálfum sér. Sé ekki hvernig hann ætti að réttlæta það fyrir þjóðinni.

Hann samþykkti fyrri útgáfu Icesave með sérstakri áritun þann 2. september sem lesa má hér á vef Indefence.is:

http://dl.dropbox.com/u/3133573/yfirlysing_forseta_islands_undirritud09_09_02.pdf

Það væri afar undarlegt ef hann samþykkti ekki þjóðaratkvæðagreiðslu miðað við allan þann fjölda sem fer fram á það. Ég held að þá færi fyrst allt upp í loft í landinu. Get vel ímyndað mér að ástandinu þá mætti líkja við borgarastyrjöld.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:43

2 identicon

Ég er þeirrar skoðunar að við ættum að samþykkja þennan illa samning, en ég held að forsetinn hafi ekkert val og setja hann í þjóðaratkvæði.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:51

3 identicon

Nú er ég hólpinn, nú hef ég frið,

nú er ég garpur mesti.

Aðalinn dingla ég aftan við

eins og tagl á hesti.

Þetta gæti hafa verið samið um Steingrím J. eftir atkvæðagreiðsluna í kvöld. Eða var það kannski samið í orðastað forsetans sjálfs?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 01:05

4 identicon

Fyrst núna munum við sjá hvort eitthvað sé í manninn spunnið.

spritti (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 03:28

5 Smámynd: Elle_

Alltaf er það jafn sorglegt að lesa orð eins og kl. 00:51 að ofan að fólki finnist að við ættum að samþykkja kúgun og gegn öllum lögum.  Óskiljanlegt.

Elle_, 31.12.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband