Sunnudagur, 27. desember 2009
Verða trúnaðarmenn tjónvaldar?
Þeir 63 þingmenn sem sitja Alþingi eru þar á vegum þjóðarinnar. Þegar til kasta þingsins kemur mál sem er jafn illa unnið af hálfu framkvæmdavaldsins og Icesave-samningurinn ber þingmönnum skylda að hafna málinu. Hvorki innihald samningsins né málsmeðferð réttlætir samþykkt frumvarpsins.
Við höfum samþykkt ábyrgð okkar á innistæðusjóði bankareikninga með samþykkt frumvarps í sumar. Lengra verður ekki gengið án þess að tefla í tvísýnu fjárhagslegri afkomu þjóðarinnar.
Þingmönnum ber skylda til að hafna frumvarpinu.
Icesave á Alþingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ágæti Páll. Og hvað svo?
Þorkell Sigurjónsson, 27.12.2009 kl. 22:12
Það er búið að samþykkja icesave í sumar, Bretar og Hollendingar geta tekið þeim samningi, ef ekki þá fá þeir ekkert.
Svo einfalt er það
sveinn (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 22:30
Samála Sveinn.
Sigurður Haraldsson, 27.12.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.