Sunnudagur, 27. desember 2009
Uppgjöf meirihlutans
Ríkisstjórnin laug að þjóðinni í sumar þegar gerðir voru heimskustu milliríkjasamningar sem nokkru sinni hafa verið gerði á Íslandi. Ríkisstjórnin ætlaði að keyra Icesave-samningana í gegnum þingið á fáeinum dögum og lét eins og himinn og jörð myndu farast ef ekki væri farið að kröfu stjórnarinnar.
Icesave-málið, bæði samningarnir sjálfir og málsmeðferð, sýna að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ofviða að gæta hagsmuna þjóðarinnar andspænis Bretum og Hollendingum.
Ríkisstjórnin gafst upp í öndverðu og þessi jólaspuni um að við höfum spillt fyrir okkur með því að birta lögfræðiálit undirstrikar það eitt að enginn endir er á sleifarlagi stjórnarinnar.
Vöruðu við því að birta álitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll Vilhjálmsson, er ,,platan" biluð ?
Hættu að reyna skemma meira en þú ert búinn að gera ?
JR (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 12:38
JR. Er það að "skemma" að benda á fáránleika og hörmungar Icesave samningsóhroða ríkisstjórnarinnar undir stjórn ómerkingsins Steingríms J, sem 70% þjóðarinnar hefur hafnað alfarið? Flestir þokkalega skarpir skólakrakkar myndu átta sig á að skemmdirnar liggja í ofbeldi stjórnvalda og 30% sem fylgja þeim í þrælsótta og eða einstakri heimsku.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.