Miðvikudagur, 23. desember 2009
Fákeppni í boði vinstristjórnar
Einokunarstaða Haga, áður Baugs, á smásölumarkaði er í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Stjórnin hefur þverskallast við að gefa út tilmæli til ríkisbanka að brjóta upp eignarhaldsfélög og markaðsráðandi fyrirtæki sem eru svo gott sem í eigu lánadrottna.
Arion banki á Haga og af því leiðir að ríkisvaldið viðheldur fákeppni á smásölumarkaði.
Á meðan Samfylkingin er í aðdáendaklúbbi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrrum Baugsstjóra sýpur almenningur okurseyðið.
Vöruverði breytt fyrir jólin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn var náttúrlega að springa af dugnaði við að leiðrétta samkeppni í landinu - en 18 ár dugðu bara ekki til...
Billi bilaði, 23.12.2009 kl. 16:48
Fyrir rúmum 2 árum síðan upplýsti Kastljós um sama svínarí Jóns Ásgeirs og Baugsmanna og Kaupás, að vera með sérstök kannanaverð frá 1 - 3 þegar starfsmenn Samkeppniseftirlitsins mættu stundvíslega, sem og hækkun í síðdegistraffíkinni sem og um helgar og fyrir hátíðir. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá meintum brotaaðilum og hófu rannsókn málsins. Að rannsókn mála sem þessa taki meir en 2 ár, hlýtur að verða til þess að glæpirnir fyrnast eins og stærsti hluti sannaðra afbrota Jóns Ásgeirs og félaga í Baugsmálinu.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/11/16/nyjar_upplysingar_gerdu_husleit_naudsynlega/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 17:18
Jóhanna ræður ekki beint uppgjöri bankanna. Hún vinnur vinnuna sína öðruvísi en t.d. sá ómaklega margumræddi fyrirrennari hennar og bréfavinur. Hvað varðar Baug finnst mér einsog þér að aðkoma að því fyrirtæki sé best með uppskiptingu og að selja það í hlutum. Forsætisráðherra á ekki að koma að því þó ríkið sé aðaleigandi. Vandinn er alltaf hver mun kaupa og í hvaða tilgangi. Ef eigendur Kaupáss kaupa bara til að geta sjálfir orðið stærri þá það engin lausn. VAntar kannski hringamyndunar löggjöf?
Gísli Ingvarsson, 23.12.2009 kl. 17:52
Endilega styrkið nú þessa vesalinga á síðustu metrunum fyrir jól ! SVEI !
SKIL EKKI FÓLK SEM VERSLAR ENN VIÐ ÞESSA AUMINGJA !
Sér það ekki hversu þeir nauðga okkur !
Birgir Örn Guðjónsson, 23.12.2009 kl. 18:16
Snjalli Seltirningur !
" Á meðan Samfylkingin er í aðdáendaklúbbi Jóns Ásgeirss" o.s.frv.
Laukrétt.
Klúbbi þessum hefur bæstst nýr aðdáandi.
Hver ?
Jú, maðurinn sem fórnaði bókastaflega ÖLLUM kosningaloforðum fyrir 4 ( fjóra) ráðherrastóla !
Tveir áratugir í stjórnarandstöðu höfðu bókstaflega gefið Steingrími " hland fyrir hjartað" !
Sami Steingrímur mun gefa Arion -banka skýr og ótvíræð fyrirmæli:
Niðurfellingu TUG MILLJARÐA SKULDA Jóns Ásgeirs fyrirtækja ( fyrirtækin undir ýmsum nöfnum) er handan við hornið !
Það er ekki í dag sama skynjan sem hjá félaga Lenins, að " auðmenn eru óvinir alþýðunnar" !!
Nei, ónei.
MILLJARÐAR Á MILLJARÐA OFAN skulu afskrifaðir fyrir útrásardrenginn Jón Ásgeir !
"Fréttablaðið" verður að koma út - þótt það borgi með sér í hverjum mánuði 167 milljónir - eða hafi á síðasta rekstrarári tapað 1,7 MILLJÖRÐUM !
Samfylkingin og vinstri-rauðir munu tryggja að útrásardrengurinn hafi áfram 60% af smásölumarkaði landsins !
Áður keypti alþýðan í KRON, í dag er hún rekin sem rollur í rétt. tTil hverra ?
Jú, leggja peninga í sjóð mannsins sem skuldar fyrirtækjum - og einstaklingum - EITT ÞÚSUND MILLJARÐA !!
Var einhver að brosa ?
Nei, líkleega frékar að gráta !
Íslands óhamingju verður allt að vopni !
En " alþýðan" mun áfram kjósa stjórnmálamennina sem slóu " skjaldborg" um fólkið í landinu !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 18:17
Hvað á ríkið mörg % í Arion banka? Eru það ekki skitin 13%?
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 19:28
Arion er ekki ríkisbanki.
Arnþór (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 20:20
Takk Arnþór, þar með datt botninn úr færslu Páls Vilhjálmssonar. Oft eru þær góðar. Ekki alltaf.
Björn Birgisson, 23.12.2009 kl. 20:40
Bjössi minn góður !
Aldrei skynsamlegt reyna að slá ryki yfir kjarna mála.
Hvergi nema í "bananalýðveldum" tækist glæframönnum að ná yfir 60% af smásölumarkaði matvöru.
Hvergi nema í " bananalýðveldum" tækist glæframönnum að reka " ókeypis" dagblað, fjölda sjónvarpsstöðva - og skulda svo um eitt ÞÚSUND MILLJARÐA til fyrirtækja og EINSTAKLINGA !
Hvergi nema í " bananalýðveldum" myndi fjármálaráðherra hugleiða að AFSKRIFA TUGI MILLJARÐA - þannig að glæframaðuirinn gæti haldið áfram göngu sinni !
Enn - á Íslandi hefur tekið við VINSTRIMANNA - DRAUMARÍKIÐ - !
Systkin - við erum hólpin !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 20:59
Af hverju er vöruverð hér á Íslandi miklu hærri en annars staðar í Evrópu?
Til dæmis á hlutum eins og Cheerios sem er framleitt í Bandaríkjunum og ætti þar af leiðandi að vera lægri flutningskostnaður hingað en til Evrópu
Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 21:36
Að þú skulir halda að einhver kaupi þessi rök segir okkur allt sem um þig þarf að vita Páll. Hrokinn sem af þér vellur er þykknið sem Sjálfstæðisflokkurinn þynnir með vatni og kallar stefnuskrá. Það er skömm af þér sem Íslendingi sem ætlar ekki að gefa baun af þér til uppbyggingar samfélagsins, heldur situr þú heima í fýlu því liðið þitt tapaði síðasta leik. Dóni!
Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 23:56
Elvar. Myndirðu hressast ef þú fengir að vita að Páll Vilhjálmsson kaus Vinstri græna og hefur kunngert það hér? Áður var hann ef mér skjátlast ekki formaður Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Af skrifum hans er afar auðvelt að sjá að hann hefur tiltölulega litla samleið með stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, nema þá í einstaka málum. Þas. ef kjósendur Sjálfstæðisflokks eru verri en annarra flokka? Hann er jú stærsti flokkurinn eftir allt samkvæmt könnunum. En hvað var það sem þú keyptir ekki í röksemdafærslu Páls?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.