Miðvikudagur, 23. desember 2009
Heimatilbúin nauðhyggja
Engin nauðsyn knýr okkur til að samþykkja fyrirliggjandi frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga. Illu heilli hefur ríkisstjórnin haldið þannig á málum að valið stendur á milli þess að samþykkja Icesave með þeim ósköpum sem það gæti leitt yfir okkur eða hafna Icesave og fella ríkisstjórnina í leiðinni.
Ríkisstjórnin er ekki virði þeirrar áhættu sem við tækjum með því að samþykkja frumvarpið. Þingmenn eiga að fella frumvarpið þegar það kemur til afgreiðslu milli jóla og nýárs. Á nýju ári tæki við minnihlutastjórn Vinstri grænna, mínus formaðurinn.
Ný stjórn byði Bretum og Hollendingum þann samning sem Alþingi samþykkti í sumar. Ef þeir þekktust það ekki yrði samið að nýju.
Svona er hægt að leysa úr heimatilbúinni nauðhyggju. Erfiðara gæti orðið að leysa úr heimatilbúnu þjóðargjaldþroti.
Nauðsynlegt að samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skarpi Seltirningur !
"Engin nauðsyn knýr okkur til að samþykkja" o.s.frv. - Laukrétt !
En fyrir fjóra vallvalta ráðherrastóla ,samþyggja meiri hluti v- rauðra og leggja á þjóð sína, óleysanlegar drápsklyfjar. Greiðslur sem börn framtíðarinnar skulu borga "
Öllu fórnað fyrir völdin. Öllu fórnað til að halda "Íhaldinu" frá landstjórn !
( Orð Steingríms.)Sósialista Ísland orðið að veruleika !
Skuld hverrar fjögurra manna fjölskyldu 70 MILLJÓNIR !
17 MILLJÓNIR á sérhvern Íslending !
Kannski ættu menn ekki að undrast.
Af 12 ráðherrum eru 9 - segi og skrifa níu - fyrrum félagar í Alþýðubandalaginu - þar áður Sameiningaflokkur alþýðu Sosialistaflokkurinn, þar áður KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS !
Gamli "komminn" Jóhannes úr Kötlum, orti á sinni tíð.:
" Sovét Ísland - óskalandið, hvenær kemur þú ?"
Það er komið !
Fyrir örfáum dögum sungu Össur & Árni Páll, fullum hálsi - með kreppta hnefa.: " Sjá roðann í austri, hann brýtur sér braut,
fram bræður, það dagar nú senn" !
Það hefur birt af degi !
Fyrsta 100% VINSTRI STJÓRN ÍSLANDS er risin !
Draumalandið okkar !
Fögnum systkin!
Munum orð fyrsta ráðherra Íslands.: " Hugsjónir rætast - þá mun aftur morgna"
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 12:41
Yrði fyrsta skrefið í réttlátri uppbyggingu á Íslandi, ef þetta gengi eftir.
þór (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 13:42
kvitt og mikið sammála þarna/gleðileg jól og þakka pislana þína!!,þó svo við séum ekki alltaf sammála,en oftast/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 23.12.2009 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.